31.3.2007 | 18:43
Góðar stundir!
Vikan er brátt á enda og framundan sunnudagur hlaðinn vel til fundnum fíflalátum. Spennandi verður að bera saman aprílgrín Dana og okkar heima en mér er sagt að fjölmiðlar taki allir þátt í þeirri gleði en að öðru leyti gangist krakkarnir mest upp í gríninu. Veðrið hefur leikið við okkur hér, sól og góður hiti yfir daginn en að vísu skítkalt yfir blánóttina. Gróður er í kröftugum vexti, runnar og tré grænka og vorblómin heilsa mannfólkinu.
Í kvöld ætla ég að líta til vinafólks en á morgun fer ég með þeim út í kolonihaven þeirra að brenna garðrusl og sinna fleiri verkum. Þau hafa beðið þessa dags því þá fyrst er garðeigendum leyfilegt að kveikja bál. Veðurfræðingarnir spá bjartviðri en á mánudag er búist við að dragi fyrir sólu. Mig grunar að gróðurinn sakni smá vætu en hvað um það þá ætla ég að vökva kverkarnar í kvöld.
Góðar stundir!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skálum fyrir því.
birgir guðjónsson (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 18:47
Hestaskál
kv.
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 02:04
Skál
Ólafur Als, 1.4.2007 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.