Er kólnun veðurfars af hinu góða?

Veðrabreytingar eru eitt EINKENNA náttúrunnar. Nokkur merki sjást um að heimsendafræðin séu að láta undan en þar á móti á örugglega eftir að bera á tvennu. Annars vegar að leggja OFUR áherslu á einstaka afleiðingar veðurbreytinga, sbr. afdrif ísbjarna, og hins vegar að í auknum mæli verði klifað á að allur VAFI skuli vera óbreyttu ástandi í hag. Sem fyrr skyrrast margir við að telja upp mögulega kosti veðurbreytinga og einblína á gallana. Umræðan ber því hjá mörgum svip trúarbragða en ekki vísinda eða yfirvegaðrar greiningar. Eitt ljós er þó í myrkrinu. Sumir hafa lagt hlustir við að náttúran og himingeimurinn geti MÖGULEGA verið megin áhrifavaldur um veðurfar. Í því felast hin góðu tíðindi - sem gefur von um að í framtíðinni geti menn einblínt á sannanleg og raunveruleg vandamál sem steðja að mannkyni og umhverfi.
mbl.is Deilt um innihald skýrslu um afleiðingar loftslagshlýnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband