Undanlátssemi eða yfirsjón?

Hér er enn eitt dæmið um að vel meinandi menn bregða fyrir sig miður viturlegum aðferðum. Í samspili öryggishagsmuna og frelsi einstaklingsins hefur umheimurinn seilst langt inn á s.k. persónufrelsi í nafni öryggis. Að sumu er hér um skiljanlega aðgerð að ræda en hættan er vitanlega sú að frelsið verði fórnarlambið, hið sama og örygginu er ætlað að vernda. Dettur mönnum virkilega í hug að svör við þessum spurningum muni leiða menn nær hryðjuverkamönnum eða samtökum þeirra?

Hér þyrftu menn að anda aðeins rólegar og sýna borgurunum meiri virðingu en svo að krefjast slíkra upplýsinga. Ekki dettur mér t.d. í hug að ræða við starfsmann banka um uppruna minn. Vonandi er það ekki svo að ef menn hringja bjöllum úti í heimi að Pavlov genið fari í yfirvinnu. Frelsisvitund okkar ætti að vera sterkari en svo. Ætla mætti að menn væru búnir að tapa sér, eða er hér um yfirsjón að ræða?


mbl.is „Ertu hryðjuverkamaður?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Það er ótrúleg þessi úrkynnjun sem hér er orðin. Að vera apa svona eftir kananum er ótrúlegt. Það getur ekki verið erfit fyrir hryðjuverkamenn að berjast við fólk sem hegðar sér eins og kjánar.

Tómas Þóroddsson, 7.4.2007 kl. 11:02

2 Smámynd: Ólafur Als

Úrkynjun, Tómas, finnst mér of sterk lýsing. Umræða um öryggi vs. frelsi er þörf og óþarfi að setja málið þannig fram að við séum að auðvelda hryðjuverkamönnum ódæðisverk sín. Í mörgum fjölmennum ríkjum, þar sem menn læra að ganga í takt og einstaklingarnir finna ekki fyrir stærð sinni eins og við Íslendingar upplifum, eru skref í átt að auknu öryggi á kostnað persónufrelsis stundum auðveldari. Borgararnir eru vanari því að yfirvölf sjái um öryggi sitt og lands með hervaldi og öflugri lögreglu. Árangur af starfi þjóða gegn hryðjuverkastarfsemi er okkur að nokkru hulin en þó er vitað um fjölmörg tilvik þar sem hryðjuverkum hefur verið afstýrt í okkar heimshluta og víðar. Um önnur vitum við ekkert.

Spurningarnar sem beindust að hinum unga Selfyssingi eru ekki vopn í baráttu gegn hryðjuverkum, svo mikið er víst. Þau eru í besta falli fáleg tilraun til að fella starfshætti að erlendri fyrirmynd og í versta falli minnisvarði um heimsku og þjónslund. Um það getum við vonandi verið sammála, Tómas.

Ólafur Als, 7.4.2007 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband