7.4.2007 | 12:02
Glæpasagan heillar
Merkilegt að eitt besta sjónvarpsefni sem völ er á fjalli um siðspilltar glæpafjölskyldur, sem eins og gefur að skilja á sér sínar mannlegu hliðar einnig. Fyrstu tvær Godfather myndirnar eru á meðal helstu perla kvikmyndanna en þær segja sögu uppgangs glæpafjölskyldu af sama tagi og Soprano þættirnir greina frá. Þessir ódauðlegu minnisvarðar sjónvarps og kvikmynda gefa okkur ekki einasta innsýn í heim spillingar, morða og átaka, heldur er bræðralagið og einstaka leikendur settir á stall. Don Vito Corleone er jafnvel gerður að hetju.
Mario Puzo, sem skrifaði bókina Godfather, sem samnefndar myndir eru byggðar á, hefur m.a. verið gagnrýndur fyrir þetta. Hann var fæddur í New York árid 1920, foreldrar hans komu frá Sikiley og hann dó árið 1999. Ætli dulin aðdáun á skipulagðri glæpastarfsemi, ættaðri frá Sikiley, blundi í mörgum okkar? Eitthvað er það sem gerir þetta efni svo heillandi. Eitthvað frumstætt og um leið ógnvænlegt.
Svanasöngur Sópranófjölskyldunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.