10.4.2007 | 17:33
Klappað á koll Steingríms dugar ekki lengur
Sjálfstæðisflokkurinn má vel við una en Vinstri græn klifra upp bakið á Samfylkingunni og Framsókn. Menn gætu vitanlega rætt um slæmt gengi Samfylkingarinnar en frjálslynd öfl innan þess flokks og annarra ættu að vera farnir að átta sig á ad fylgi Vg er ekkert að fara af þeim. Alla vega ekki nema menn geri tilraun til þess að fletta ofan af vöggustofusósíalismanum á þeim bænum. Sjálfstæðismenn geta ekki lengur klappað á koll félaga Steingríms af því hann er svo fylginn sér. Fylginn sér um hvað? Ad fá tækifæri til þess að læsa forræðiskrumlu sinni um íslenskt efnahagslíf og daglegt líf fólks til starfs og æðis?
VG og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi í Reykjavík suður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.