Flokkurinn með ljáinn

Dettur mönnum virkilega til hugar að það sé takmarkið hjá Vg að auka EKKI skattheimtu? Að þeim dugi að auka skattbyrði hinna tekjuhærri? Í þeim ríkjum sem þeir vilja bera okkur saman við er skattheimta launa langt umfram það sem er á Íslandi, einnig á lægri laun! Ríkið tekur til sín um helming landsframleiðslunnar í Danmörku og Svíþjóð, sem toppar listann, og Noregur og Finnland eru vel yfir 40%, á meðan Ísland er undir 40% (2004, skv. OECD).

Takmarkið er ekki að tryggja tekjulægri bætta afkomu með aukinni hagsæld fyrir alla, heldur er viðmiðið að refsa þúsundum Íslendinga fyrir dugnað og eljusemi. Með jöfnuði á að skerpa á hugmyndafræðinni sem fer með sláttuorfið um launaakurinn. Afleiðingarnar eru mönnum kunnar, allir munu þurfa að borga fyrir vinstri hjartsláttinn. Vg er nefnilega flokkurinn með ljáinn.


mbl.is VG leggur fram áætlun um að útrýma fátækt á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það ætti nú ekki að vera svo erfitt að útrýma fátækt, bara breyta viðmiðunartölunum, ég er undir fátækramörkum, en hef það virkilega gott. Eitthvað er ekki rétt hjá mönnum.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.4.2007 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband