Hugnast vöggustofusósíalisminn óákveðnum?

Sem fyrr er Vg að fá góða útkomu í skoðanakönnun á kostnað Sf og Framsóknar. Sj sigla lignan sjó en hefðu væntanlega getað gert betur ef ekki hefði verið fyrir manninn sem flokkurinn valdi í annað sætið. Fjölmargir geta bara ekki hugsað sér framgang mannsins og nær sú afstaða langt út fyrir kjördæmið. Enn erum við að verða vitni að sterkri stöðu stjórnmálaafls sem styðst við hugmyndafræði stöðnunar og forræðis á flestum sviðum mannlífsins. Silkihanskameðferd Sj og annarra um árabil hefur gefið Vg tækifæri á að fela vöggustofusósíalismann í bleikri umgjörð náttúruverndar og nú er allt útlit fyrir að einungis Sj er í stakk búinn til þess að koma böndum á þennan Fenrisúlf íslenskra stjórnmála. Vonandi er stór hluti óákveðinna að velta fyrir sér öðru en að veita gerræðinu brautargengi 12. maí næstkomandi.
mbl.is Stóraukið fylgi VG í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband