Kærleiksfaðmur og krepptir hnefar

Þessa dagana eru breiðu spjótin lögð fram í von um að fanga sem flesta kjósendur. Fjöldi óákveðinna hefur verið í hærra lagi í skoðanakönnunum og næsta víst að þangað geti flestir sótt atkvæði, nema ef vera skyldi Vinstri græn. Stuðningsfólk þeirra hefur þegar gert upp hug sinn og baráttan mun standa á milli hinna flokkanna, aðallega Framsóknar, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Ekki er víst að Frjálslyndir nái sér á strik og Íslandshreyfingin, þrátt fyrir formann sinn, á í erfiðleikum.

Meðbyrinn sem hefur fylgt Vg er frjálslyndum mönnum áhyggjuefni vegna þeirrar hugmyndafræði sem flokkurinn styðst við. Annars vegar gjaldþrota hagfræði og hins vegar róttækan femenisma sem vill beita órétti til þess að ná fram markmiðum sínum. Ef grannt er skoðað byggist hugmyndafræði þeirra á pirringi og öfund eins og hefur fylgt sósíalistum um langan aldur og breytir hér engu hvort menn vilji fela slíkt með tilvísunum í náttúruvernd. Che Guevara bolirnir og krepptir hnefarnir standa óhaggaðir í grasrótinni og kærleiksfaðmur þeirra rúmar aðeins hina einu sönnu trú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Einhvernvegin tókst mér að reikna það svo út í huga mínum óákveðna fylgið á kvenvængnum væri að meirihluta, konur sem ætla að kjósa X-D en vilja ekki viðurkenna það, því það er alltaf verið að hamra á því að konur eigi að kjósa konur og þá helst ISG.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.4.2007 kl. 15:19

2 Smámynd: Ólafur Als

Væri vissulega kjörið, - hingað til hafa óákveðnir velt fyrir sér flestu öðru en Sj - hver veit nema breyting hafi orðið á!

Ólafur Als, 13.4.2007 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband