Getur Sjálfstæðisflokkurinn staðið gegn forræðisdraugnum?

Jæja, jæja, gott að menn séu bjartsýnir og baráttuglaðir. Ekki má minna vera nú þegar 4 vikur eru til kosninga. Ef að líkum lætur munu frjálslyndir og borgaralega sinnaðir kjósendur fylkja sér um Sjálfstæðisflokkinn enda óttast þeir og aðrir framgang hagfræði flokksins með ljáinn. Sterkur Sjálfstæðisflokkur er eina vörnin gegn gerræðinu og forsjárhyggjunni og þrátt fyrir að frjálslynd sjónarmið búi m.a. í Samfylkingunni og víðar hefur þeim gengið illa að verjast forræðisdraugnum klæddum rauðum sokkum og skykkju ofstækisfullrar náttúruverndarstefnu. Nú ríður á að koma skilaboðunum áleiðis af ákveðni en jafnframt auðmýkt þess sem biður kjósendur um að treysta sér til að stýra landsmálunum enn um sinn.
mbl.is Bjartsýni sögð einkenna landsfund Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikilvægt að koma kjósendum í skilning um að þó sumt orki kannski tvímælis þá eru allar ákvarðanir réttar. "Miðað við þær upplýsingar........" Það þarf stundum að hamra svolítið á þessu. Baráttukveðjur.

Árni Gunnarsson, 13.4.2007 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband