4.5.2007 | 14:20
Thank you Iceland ...
Frábærar kynningar með séríslenskri meðferð á enskri tungu fá mann til að brosa breitt. Veit ekki hvort salan eykst en húmorinn er í góðu lagi. Í kvöld er ég á leið í veislu að dönskum sið - hér er frídagur að fornum sið frá 17. öld þar sem menn eru hvattir til að biðja vel og lengi (Store bededag). Tilvalið að njóta veðurblíðunnar með kælt hvítvínsglas í hendi úti í garði og hver veit nema vodki verði hafður um hönd síðar. Að vísu ekki Reyka Vodki en gott og vel. Mun grípa tækifærið og sjá hvernig baunanum líkar húmorinn. Úrslit verða birt síðar.
Netauglýsingaherferð fyrir íslenskan vodka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vodkinn er kannski góður hef ekki smakkað hann og humorinn ok, en auglýsingarnar eru ömurlegar sem auglýsingar fyrir vodka, er markhópurinn smákrakkar?
gætu verið auglýsingar fyrir barnabækur.
Sigurður Örn Brynjólfsson-söb (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 17:46
Hvað varð um Black Death? Góða skemmtun í kvöld og enn betri skemmtun í fyrrmálið þegar þú vaknar...
Heiða Þórðar, 17.5.2007 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.