Hillary kemur á óvart - enn von fyrir Republikana?

Karlinn hennar tapaði reyndar forvalinu hér fyrir 16 árum en vann forsetastólinn að lokum. Hef fylgst með framgangi Baracks Obama að undanförnu og þótt hann líklegri til afreka gegn Republikönum. Fæ ekki séð hvernig Hillary á að takast að sigra í nóvember. Bandarísk þjóð kallar á breytingar en Hillary er um margt hlutgervingur Washington valdsins eftir að hafa verið forsetafrú í átta ár og setið á þingi um áraskeið. Hún sækir fylgi sitt að mestu til gallharðra Demókrata (og miðaldra kvenna) og blæs ekki eldmóði í brjóstum óháðra eða yngri kjósenda - að ekki sé nú talað um Republikana. Obama hefur hins vegar þótt líklegri til þess að ná út fyrir raðir Demókrata, sérstaklega á meðal yngri kjósenda.

Forvitnilegt verður að fylgjast með slagnum næstu daga og fram til 5. febrúar, hvort heldur er litið til herbúða Demokrata eða Republikana. Hjá hinum síðari er baráttan afar spennandi, jafnvel enn frekar en hjá Demokrötum, því þar er rætt um fjóra mögulega frambjóðendur; Giuliani, Huckabee, McCain og Romney. Hvenær Giuliani ákveður að hefja baráttu sína fyrir alvöru virðist á huldu en ljóst er að hver fer að verða síðastur í þeim efnum. Á meðan virðist Romney styrkja stöðu sína.

All fleiri mættu til þess að ljá Demokrötum atkvæði sitt (ca.55%) sem er frekari staðfesting á hug Bandaríkjamanna um að vilja breytingar. Hvort Hillary Clinton er fulltrúi þeirra breytinga, sem meirihluti Bandaríkjamanna virðist sækjast eftir, er óvíst. Hún er um margt fær og klár en slíkt verður einnig sagt um fjölmarga aðra frambjóðendur. Aftur á móti skortir hana þá útgeislun sem Obana og Romney og fleiri virðast hafa og margir kjósendur sækjast eftir í fari sinna frambjóðenda.


mbl.is Clinton vann í New Hampshire
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband