11.1.2008 | 15:15
Svei ykkur fátækum!
Eru menn ekki í alvöru búnir að fá nóg af úrtölum sumra s.k. umhverfissinna - að ekki sé nú talað um allt það pláss sem umræða þeirra fær í fjölmiðlum. Á stundum mætti ætla að siðmenningunni stafaði hætta af brölti manna og véla og að móðir náttúra væri að gefa upp öndina. Ódýr bíll fyrir sauðsvartan almúgann, eða öllu heldur miðstéttina, í Indlandi og víðar yrði væntanlega dropinn sem fyllti mælinn. Mælinn, sem svartsýnustu úrtölumenn hafa smíðað í hugarskjólum sínum og má líkja við heimsendaspámennsku allra alda.
Eins og gefur að skilja er eitt besta vopnið í baráttunni við aukinn útblástur, mengun og aðra umhverfisóáran að halda hinum fjölmörgu milljónum manna þriðja heimsins við sultarmörkin - með því mun þeim ekki takast að verða sér úti um mengunarspúandi bíla, kæliskápa og hárþurrkur. Eða halda menn að velmegandi vesturlandabúar muni láta af hendi öll þau þægindi sem tæknimenningu þeirra fylgir? Og svo vogar sér einhver sultaralýður suður í Indlandi að fá hlutdeild í velmegun vesturlanda!
Ekki hrifnir af ódýrum bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.