Er Íran ógn við öryggi allra?

Ef litið er til átakasvæða heimsins er ekki úr vegi að reyna að átta sig á hvar deiluaðilar fá vopn, fjármagn og annan stuðning sem nauðsynlegur er til þess að halda uppi öflugri og vopnaðri baráttu. Í Írak, Afganistan, fyrir botni Miðjarðarhafs og víðar hafa ýmsir aðilar séð um að veita Talibönum, uppreisnar- og ofbeldisöflum í Írak, Hamas og fleiri aðilum vopn, fjármagn, upplýsingar og skjól. Aðilum þessum er ekkert heilagt og þeir veigra sér ekki við að drepa m.a. eigin afkvæmi í viðleitni sinni.

Ég er ekki í vafa um að m.a. land á borð við Íran standi að baki þessari aðstoð. Í Teheran þykir það góður og guðrækinn siður að halda opinberar ræður og mannamót þar sem Bandaríkjunum er líkt við hinn Stóra Satan og Bandaríkjamenn sagðir réttdræpir. Fólk um allan heim kemst ekki undan vökulum drápsaugum klerkastjórnarinnar, Ísraelsríki skal máð af landakortinu og Gyðingum eytt og ef þú tjáir þig óvarlega í ræðu eða riti um Islam ertu sjálfkrafa settur á dauðalista.

Ég er því sammála forsetanum að Íran er ógn við frið og öryggi margra en e.t.v. ekki allra. Vitanlega þarf heimsbyggðin að taka höndum saman gegn þessu ríki, valdamönnum þar, og einangra þá með einum eða öðrum hætti. Fyrir því er þó engin von, landið er ríkt að olíu og Rússar og fleiri eru ekki sáttir við að Bandaríkjamenn og Evrópubandalagið leiði herferð gegn Íran. Rússar eru þreyttir að spila á aðra eða þriðju fiðlu i heimsmálunum og vilja ganga langt í að eftir þeim verði tekið.

Enn um sinn mun Teheran stjórnin styðja við bakið á haturs- og morðöflum sem hafa á stefnuskrá sinni að vinna að framgangi Islam og gegn lýðræði og annarri viðurstyggð sem kenna má við vesturlönd. Ef ekki, þá er það hatrið á Gyðingum og vinaþjóðum Ísraelsmanna sem drífur þá áfram. Skiptir kannski ekki máli, aðferðirnar eru svipaðar alls staðar og niðurstaðan er ávallt hin sama; dauðinn og hatrið verða ofan á og saklausir borgarar borga brúsann með lífi sínu og limum.


mbl.is Íran „ógnar öryggi allra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband