Fyrir ofan meðallag ...

Um árabil gekk hvorki né rak á móti Svíum, allt þar til við slógum þá út í undankeppni síðasta heimsmeistaramóts. Litlu munaði þá og litlu munaði að okkur tækist að sigra Dani og spila um verðlaun á sjálfu mótinu. Ég er ekki frá því að okkar mannskapur er ívið sterkari á pappírnum, þ.e. sé horft til útileikmanna. Hins vegar eru markmenn Svía klassa fyrir ofan okkar. Svo hefur verið um langt skeið og ótal sögur sagðar af frækilegri frammistöðu sænskra markmanna gegn íslenskum landsliðum.

Gamla Svíagrílan var lögð að velli fyrir ári síðan og nú er um að gera að fylgja því eftir með því að leggja Svíana á fimmtudag. Ef markvarslan verður fyrir ofan meðallag hjá okkar mönnum er von. Að sjálfsögðu þarf sóknin að skila því sem hún hefur verið að gera að undanförnu, gleymum ekki því og vörnin að styðja við markvörsluna. Einfalt, ekki satt? Einmitt! Berjast!


mbl.is Valinn maður í hverju rúmi hjá Svíum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við vinnum þá með 3 mörkum.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 21:49

2 Smámynd: Ólafur Als

Kæri Steini, vonandi hefurðu á réttu að standa! Maður verður alla vega límdur við skjáinn.

Ólafur Als, 15.1.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband