Ísland með efnahagslegt kvef?

Þessi orð forsætisráðherra eru í sjálfu sér hárrétt og eðlileg. Mikilvægt er að hið opinbera hrasi ekki að óvönduðum ákvörðunum en hafi í huga aðgerðir til þess að vernda kaupmátt og afkomu skuldugra heimila. Mér þykir sem ekki hafi verið nóg að gert í þeim efnum á undanförnum árum og bendi ég sérstaklega á tengingu vísitölu fasteignaverðs og kaupgjalds. Sumir hafa bent á gallann á þeirri tengingu og hve hækkun fasteignaverðs hafi haft mikil áhrif á hækkun m.a. lána síðustu misseri. Ég er að nokkru sammála þessari gagnrýni og tel að draga eigi úr vægi fasteignaverðs í vísitölu verðlags.

Umrót undanfarinna vikna á alþjóða fjármálamörkuðum mun hafa áhrif heima og sér þess þegar merki hjá fjármálafyrirtækjum og skyldum aðilum. Hvernig þessir aðilar munu vinna úr þessum þrengingum verður forvitnilegt að sjá því gagnstætt útrás og þenslu síðustu ára blasir nú annar og ekki jafn jákvæður veruleiki við. Hér mun reyna verulega á forystu og ekki síst á skynsemi og styrk þeirra fjárfestinga sem hefur verið ráðist í. Frekari áhrifa mun gæta þegar fram í sækir á afkomu fyrirtækja og heimila og aðgang fjármagns. Hins vegar eru sumir sem nú gera því skóna að efnahagur Bandaríkjanna sé ekki jafn slæmur og haldið var og því ekki von á efnahagslegum þrengingum í líkingu við fyrri spár.


mbl.is Mikilvægt að halda ró sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband