Enn eitt skipulagsverkefni borgarstjórnar ...

Er nema von að sumir treysti ekki núverandi meirihluta fyrir stórtækum ákvörðunum í skipulagsmálum borgarinnar. Af verkunum skuluð þér þekkja þá ... eru menn t.d. búnir að gleyma Hringbrautinni, flugvellinum, frímerkjaskipulagi í stað heildarskipulags og loks Sundabrautinni, sem nú á að grafa í jörð? Nú segir meirihlutinn, af alkunnri auðmýkt, að samþykkt um jarðgöng sé enda í fullu samráði við fyrri yfirlýsingar, sem reyndar enginn man eftir og skiptir engu máli. Ef menn vilja í alvöru vera samkvæmir sjálfum sér ætti t.d. að halda úti sérstökum hatursdögum gegn bílum og bílistum, banna umferð bíla um 101 Reykjavík og hafa sérstaka hjólreiðadaga 365 daga ársins.

R-listinn, REI-listinn, skiptir ekki máli, hefur verið að fjalla um Sundabrautina svo árum skiptir og nú sér e.t.v. fyrir endann á hringlandahættinum. Vel má vera að það sé þjóðráð að koma brautinni fyrir í göngum undir sjó en á tímabili var maður jafnvel að vonast eftir fallegri brú, sem gæti orðið prýði í landslaginu og hluti af ásýnd Reykjavíkur. Á ekki t.d. eftir að tengja Viðey við fastlandið einhvern daginn? Reyndar finnst mér nokkuð um vert að fjármálin séu í lagi, að sú leið sem fara á verði sem hagkvæmust. Að ekki einhver misskilin umhverfisrómantík fái á sig verðmiða upp á allt of marga milljarða - en hverju skipta nokkrir milljarðar; getur skítapakkið sem borgar skattana ekki barasta borgað brúsann? Hafa menn annars það ekki svo gott á Íslandi?


mbl.is Samþykkir Sundabraut í göngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir á síðu þessari að þú sért búsettur í Danmörku!

Hvað ertu þá að skipta þér af skipulagsmálum Reykkjavíkur, á meðan þú borgar ekki útsvar hingað þá geturu bara bloggað um eitthvað sem kemur þér við.

Tryggvi (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 15:29

2 Smámynd: Ólafur Als

Tryggvi;

Reykvíkingar búa víða, m.a. tímabundið í útlöndum. Borga reyndar skatta og útsvar að auki í Reykjavík - má ég þá tjá mig um þessi mál fyrir þér?

Ólafur Als, 17.1.2008 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband