18.1.2008 | 16:47
Enn einn snillingurinn að tjá sig!
Kannski ætti maður að þakka fyrir að Guðmundur G. skrifi ekki sögubækur framtíðarinnar. Svo er um fleiri þessa dagana, sem finnst fátt skemmtilegra en að agnúast út í Bandaríkin. Málið hans Fischer var um margt sérstakt og honum ekki til framdráttar, nema vitanlega að hann þáði fyrir einvígið vid Spassky nokkuð fé. Maðurinn braut lög síns heimalands, hvað sem segja má um lögin, og svo má ekki gleyma helsta áhugamáli hans um tíma; að sverta Gyðinga og fleiri kynþætti. Heima fyrir voru fleiri mál óafgreidd en að hafa brotið lög um viðskiptabann við Serba en þetta hefur Guðmundur G. allt saman á hreinu og felllir allsherjar palladóm, sem á lítið skylt við veruleikann.
Eins og kemur fram hér að neðan var Fischer í einstöku uppáhaldi hjá mér á hans mektartíma. Síðar varð hann uppvís að alls kyns rugli og vitleysu sem ég vil helst ekki kannast við fyrir hönd mannsins. Þannig líður okkur eflaust mörgum nú við fráfall þessa snillings. En þessi viðleitni Guðmundar G. til að sverta Bandaríkin við núverandi tímamót er smekklaus og illa til fundin og þjónar ekki öðrum tilgangi en að ýta undir fordóma og heimskuhjal.
Sagan mun dæma Bandaríkjamenn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvert orð Guðmundar er réttmætt og hann hefði gjarnan mátt taka enn sterkar til orða...alger óþarfi að vera að skeina Bandaríkjamönnum eitthvað.
Georg P Sveinbjörnsson, 18.1.2008 kl. 19:47
Það flokkast ekki undir gyðingahatur að hjálpa Fisher heldur gyðingaást.
Björn Heiðdal, 18.1.2008 kl. 20:14
Georg;
orð Guðmundar grundvallast ekki á staðreyndum, heldur tilfinningalegu rausi. Ef menn vilja ata Bandaríkjamenn auri þá er mönnum það í sjálfsvald sett en heldur hefði ég kosið að minnast afreka Fischers í stað þess að elta ólar við fordóma og það sem kalla mætti hina myrku hlið skákmeistarans.
Ólafur Als, 18.1.2008 kl. 20:27
Davíð Odds sagði líka að drepa ætti alla Grænlendinga. Ekki var þjóðin að kippa sig upp við það. Sharon vildi líka sprengja alla araba til að rýma fyrir ljóshærðum Íslendingum með freknur. En fáranlegasta yfirlýsingin var náttúrlega þegar forseti Írans hótaði að drepa alla Íslendinga. En Bobby Fisher má eiga það að hann var góður gyðingur en obbulítið skapstór.
Björn Heiðdal, 18.1.2008 kl. 22:04
Sæll enn og aftur Björn;
gott að menn hafi húmorinn í lagi - en hver á að losa okkur við fordómana þína? Tillögur?
En svona í alvöru,
minnumst karlsins fyrir hans góðu verk en látum hitt liggja á milli hluta.
Ólafur Als, 18.1.2008 kl. 22:09
Það var gott hjá okkur að veita honum ríkisborgara rétt og síðan eigum við haunkk upp í bakið á Japönum sem þorðu ekki að móðga kananna, en að vera fúll út í gyðinga er það ekki eðilegt einsvog þeir haga sér öll þessi vandamál sem þeir eru búnir að kalla yfir okkur og haga sér í Palistínu alveg eins og SS sveitir Hitler
Íslands-Bersi, 20.1.2008 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.