Næsta öruggt hjá Þjóðverjum - erfiður milliriðill framundan

Þjóðverjar lönduðu sigri eins og við var að búast, enda með sérlega sterkan mannskap sem þrátt fyrir allt nær að halda haus þegar á móti blæs. Um miðjan síðari hálfleik voru þeir sex mörkum yfir, 23:17, og allt lék í lyndi en þá tóku Ungverjar kipp og minnkuðu muninn í tvö mörk. Ungverjar fengu nokkur tækifæri til þess að minnka muninn en leikur beggja einkenndist af nokkrum mistökum á kaflanum sem fylgdi. Þjóðverjarnir voru sterkari á endasprettinum og lönduðu sem fyrr sagði þéttum úrslitum.

Ungverjar náðu aldrei alveg að ógna Þjóðverjum en gaman að fylgjast með leikstjórnenda þeirra og skyttum. Markvörðurinn var að gera það gott, en einnig Bitter í hinum endanum fyrir aftan góða vörn, með Roggisch í aðalhlutveki. En Ungverja skorti þetta litla sem stundum upp á vantar til þess að fara alla leið og því fór sem fór, 28:24 fyrir Þjóðverja.

Íslendingar munu ekki hafa ráð á öðru en góðum leik í 60 mínútur til þess að eiga möguleika á móti hvort heldur Þjóðverjum eða Ungverjum. Málið er því sem fyrr í höndum íslensku strákanna sem nú eru næsta örugglega komnir í milliriðla. Til hamingju með það drengir!

- ég ætla að fylgjast á eftir með leik Svía og Frakka og flyt fréttir síðar ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband