22.1.2008 | 15:17
Eiga Snorri og Ásgeir mikið inni - eða þá Einar?
Mig langaði að deila smá spjalli mínu við vin minn um Snorra og Ásgeir, sem hafa verið að spila með GOG í Danmörku þennan vetur, og fleiri leikmenn:
Snorri hefur valdið nokkrum vonbrigðum hjá GOG og hefur verið athyglivert að fylgjast með kommentum frá dönskum sjónvarpsþulum um ágæti kappans - þeir biðu lengi vel eftir að hann kæmist í gang og urðu jafnan heldur vandræðalegir þegar þessi 17 marka maður sýndi litla takta, í hverjum leiknum á fætur öðrum. Nú orðið láta þeir sig hafa það að segja að hann sé slakur, ef um slíkt er að ræða, sem er reyndar ekki alltaf. Ásgeir Örn, félagi hans hjá GOG, hefur heldur ekki sýnt mikið í vetur, þó svo að þeir báðir eigi öðru hvoru sæmilega kafla. Eftirtektarvert er hve nýtingin hefur á stundum verið slök hjá Ásgeiri, þó svo að hún sé ekkert í líkingu við hörmungina hjá íslensku skyttunum nú á Evrópumótinu. Maður vorkennir nú bara honum Einari Hólmgeirssyni, sem hefur að líkindum slökustu skotnýtingu allra leikmanna Evrópumótsins fram til þessa.
Hef áður fjallað um hvað íslenska liðið þurfi að einbeita sér að í leiknum á eftir: Þýska vélin þarf sinn slagkraft.
Eigum allir mikið inni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.