23.1.2008 | 17:14
Háspenna í lokin
Ótrúlegt drama á síđustu sekúndum leiksins ţar sem sigurinn hefđi getađ endađ hvoru megin sem var - í ekki mjög svo góđum leik, ţar sem jafntefli hefđi veriđ sanngjörnustu útslitin. Seinni hálfleikur gekk í bylgjum, Spanjólarnir komust í 20:16 en svo gerđu Svíar fimm mörk í röđ og komust svo tveimur mörkum yfir ţegar skammt var eftir. Á ţessum kafla var spćnska liđiđ ađ spila illa og vantađi allan neist í leikmenn. Líklegast enn slegnir yfir naumu tapi gegn Frökkum frá kvöldinu áđur. En Svíar voru heldur ekki alltaf á tánum og Spánverjarnir náđu ađ jafna, 26:26.
En svo hófst dramađ. Stađan jöfn, tćp mínúta eftir og Svíar međ boltann. Gefa á línuna, brotiđ á línumanni, sem var ekki kominn í fćri, og Spánverji í 2 mínútur. Tíminn stöđvađur, ekki víti. Svíar spila áfram einum fleiri og fá vítakast; 52 sek. eftir og tíminn enn stöđvađur. Hombrados ver sitt fjórđa vítakast, hefur tekiđ öll vítaköst Svía. Spánverjar fara sér ađ engu óđslega, fiska fríkast og svo aftur, Sví rekinn af velli. Jafnt í liđum og spennan í hámarki. Tekst Spánverjum ađ rétta sinn hlut eftir ófarir gćrdagsins, átta sekúndur eftir af leiktímanum, leiktíminn stöđvađur og hendi dómara komin upp. Spánverjar bćta sjötta útileikmanninum viđ og skilja markiđ sitt eftir autt. Ţeir verđa ađ ljúka sókninni sem fyrst áđur er ţeir fá á sig dćmda töf. Boltinn inn á miđju og aftur til hćgri, skot sem klikkar og Svensson fćr boltann í hendur strax, 5 sekúndur eftir. Sćnsku ţulirnir öskra hvađ ţeir geta ađ Svensson eigi ađ kasta boltanum fram í autt markiđ en Svensson gefur sér tíma og sér hornamanninn stóra, gefur á Kellmann lengst frammi, sem kastar í autt markiđ, sekúndu áđur en leikurinn er flautađur af. Svíar sigra međ einu marki og búnir ađ verđa sér úti um 3 stig međ mörkum skoruđum á síđustu andartökum síđustu tveggja leikja.
Ćtla ađ fylgjast međ leik Dana og Pólverja nćst - á sama tíma fer fram annar hörkuleikur á milli Frakka og Ţjóđverja, sem ég kíki vćntanlega á međ öđru auganu.
Svíar skelltu Spáni á síđustu sekúndu | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:24 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.