23.1.2008 | 21:57
Slóvenía og Ísland sigruðu örugglega!
Ekki sá ég leik okkar manna á móti Ungverjum en fagna góðum úrslitum. Sérstaklega er gleðilegt að Snorri hafi fundið fjölina sína, sem kann að gefa vonir um að við komumst skammlaust frá keppninni. Með góðum leik á móti Spánverjum gætum við gert atlögu að keppni um 5. til 8. sætið, sem yrði saga til næstu bæja í ljósi annars arfaslaks gengis - eða réttara sagt sjöunda sætisins. Hvers vegna Íslandi tekst svo misvel upp er óskiljanlegt. Einn daginn er kunnáttan og baráttan í lágmarki og næsta dag spilar liðið af þeirri getu sem við könnumst alla jafna við og hefur verið aðalsmerki þess um árabil.
Leikur Norðmanna þróaðist lengi vel eins og leikur Íslands og Ungverjalands. Slóvenar sigu hægt og bítandi fram úr Norðmönnum í seinni hálfleik, sem náðu þó að laga stöðuna lítillega í lokin. Løke slasaðist fljótlega í síðari hálfleik og markvarsla Ege var ekki upp á marga fiska, enda vörnin með slakara móti fyrir framan hann. Slóvenar héldu áfram að sækja grimmt á Norðmennina og fengu fjölda hraðaupphlaupa í báðum hálfleikum. Uppskeran 33 mörk, sem er alls ekki nógu gott hjá Norðmönnum ef þeir ætla sér langt. Jensen var fjarri góðu gamni og kann það að hafa sett mark sitt á varnaleik Norðmanna, sem var afar ósannfærandi í þessum leik. Ekki er ólíklegt að leikurinn frá í gær hafi setið í mönnum, líkt og var hjá Pólverjunum á móti Dönum. Framundan er úrslitaleikur við Króata um það hvort liðið spili til verðlauna og verða Norðmenn að skerpa sinn leik verulega ef þeir ætla sér að eiga möguleika á móti Ólympíumeisturunum annað kvöld.
Annars spái ég núna eftirfarandi liðum í undanúrslitum:
Króatía vs. Frakkland
Danmörk vs. Þýskaland
Slóvenar skelltu Norðmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
og í úrslitin fara Frakkar og Danir, þar sem Frakkar vinna og Þjóðverjar taka 3.sætið
eyþór (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 23:15
ég held að vegna ömurlegarar framgöngu Garcia Padron, þá verði mótið ógilt af EHF og nýtt mót spilað eftir 2 ár
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 00:15
ehh Óli afhverju ertu að tala um að Snorri hafi fundið fjölina? það er spilað á dúk
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 00:18
sá ekki leikinn, hvergi að finna á netinu ... "fann vínilinn sinn" - hljómar það betur? Nei, líklega ekki.
Hvað með að skoða dómaraflauturnar í leikjunum okkar - við höfum ekki áttað okkur á í 3 leikjum að leikurinn væri hafinn fyrr en 10-15 mínútur voru liðnar af þeim - spurning hvort ekki sé eitthvað mjög gruggugt í gangi þar, hmmmm?!
Ólafur Als, 24.1.2008 kl. 06:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.