26.1.2008 | 16:39
Króatar höfđu ţađ á síđustu blóđdropunum.
Ţađ var ótrúlegt ađ fylgjast međ lemstruđu liđi Króata í dag. Plástrađir, og enn sárţreyttir, leikmenn Króatíu gáfu allt sem ţeir áttu í varnarleik sinn og fengu einungis 23 mörk á sig á móti annars geysi öflugu liđi Frakka. Varnarleikurinn var hafđur í hávegum í leiknum en gćđin hafa veriđ meiri hjá báđum liđum. Eins og ég gat um í upphafi móts saknar franska liđiđ vinstri handar skyttu og kom ţađ berlega í ljós í ţessum leik. Fyrir vikiđ varđ ađ treysta um of á leikmann á borđ viđ Narcisse og sóknina vinstra megin. Hann hélt Frökkum á floti í fyrri hálfleik, ţegar Króatarnir sýndu einn besta varnarleik sem sést hefur í mótinu til ţessa. Frakkarnir komu vart skoti í gegn, sem sést best á ţví ađ króatíski markvörđurinn varđi ekki nema örfá skot á međan Frakkar skoruđu ekki nema 9 mörk.
Í síđari hálfleik batnađi sóknarleikur Frakka en bćđi liđ skiptust á ađ halda forystunni. Afar erfitt var ađ dćma ţennan leik og dómararnir á tímabili í ađalhlutverki. Greinilegt var ađ leikmenn beggja liđa voru ţreyttir og ađdáunarvert ađ sjá Króatana neita ađ gefast upp. Úthaldiđ var í raun ţrotiđ hjá ţeim. Balic hélt sínum mönnum á floti á köflum, sárţjáđur, og svitinn lak af mönnum. Frakkarnir virtust og ţjakađir af áreynslunni og ţrátt fyrir ađ sóknin gengi betur í seinni hálfleik náđu ţeir sér aldrei verulega á strik. Á síđustu sekúndum leiksins komust ţeir nálćgt ţví ađ jafna og kreista fram framlengingu en síđasta skot Frakkanna lenti á innanverđri stönginni og aftur út. Króatarnir náđu boltanum, leiktíminn rann út og og örţreyttir leikmenn Króata fögnuđu úrslitunum.
![]() |
Króatar í úrslitaleikinn á EM |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.