26.1.2008 | 20:59
Komum umræðunni úr skotgröfum líðandi stundar
Ég tek heils hugar undir að íbúðabyggð eigi að rísa í Vatnsmýrinni í framtíðinni. Eins og gefur að skilja munu pólitískir andstæðingar hins nýja meirihluta leggja í yfirlýsingu Gísla og undirtektir Hönnu alls kyns meiningar en mér þykir meira um vert að reyna að fá þetta stóra skipulagsmál úr herbúðum flokkanna og yfir í þverpólitíska umræðu. Ef menn koma sér úr skotgröfum líðandi stundar er ljóst að innan flestra flokkanna eru ólíkar skoðanir um framtíðarstaðsetningu flugvallarins. Að því gefnu að flugvöllurinn flytji bíður Reykvíkinga afar spennandi en jafnframt krefjandi verkefni í uppbyggingu borgarinnar. Vonandi munu Reykvíkingar verða þeirrar gæfu aðnjótandi að íbúðabyggð rísi í Vatnmýrinni innan ekki of margra ára en að auki skoði af alvöru hugmyndir um að flytja flugvallarstæðið út í skerin fyrir vestan borgina.
Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Flugmenn eru alls ekki hrifnir af Hólmsheiðinni. Ég hef fylgst með handboltanum hjá þér.
Bestu kveðjur héðan.
Sigurður Þórðarson, 26.1.2008 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.