27.1.2008 | 10:55
Bill Clinton fælir kjósendur frá Hillary Clinton
Ég fjallaði lítillega um aðkomu fyrrum forsetans að kosningabaráttu konu sinnar í gær en nú virðist ljóst að framlag hans hjálpaði frúnni ekki í S-Karolínu. Að vísu vakti hann mikla athygli, og fjöldi karla og kvenna létu hann hafa áhrif á atkvæði sitt, bara ekki í þá átt sem hann vildi. Einungis 38% þeirra sem létu hann hafa áhrif á sig kusu Hillary, á meðan nær helmingur hallaði sér að Obama og restin að Edwards. Þessar tölur sýna glögglega að forsetinn góðkunni hefur ekki náð tilætluðum árangri, sérstaklega ekki á meðal þeldökkra stuðningsmanna Demókrata, en hann talaði mikið til þeirra í aðdraganda forkosninganna nú.
Að loknum yfirburðasigri Obama í S-Karolínu valdi frú Clinton að þegja þunnu hljóði og hraðaði sér til Tennessee ríkis en framundan eru stóru forkosningarnar þann 5. febrúar næstkomandi. Í staðinn var hr. Clinton fljótur að tjá sig við fjölmiðla og vildi sem minnst gera úr sigri Obama og líkti honum við árangur Jesse Jackson í forvali Demókrata árin 1984 og 1988. Ummæli þessi undirstrika tóninn í orðræðu forsetans þessa dagana, en athyglin hefur beinst meira að honum en konu hans, og mun vafalaust valda frekari óánægju á meðal þeldökkra þar vestra.
Obama sigraði í Suður-Karólínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.