Konur sárreiðar Kennedy

Ted (Edward) Kennedy hefur nú lýst yfir stuðningi við framboð Baracks Obama, ásamt með fleiri Kennedy fjölskyldumeðlimum. Þetta gerði hann á kosningafundi með Obama í American University í höfuðborginni í gær. Obama viðurkenndi fúslega deginum áður að hann hefði sóst eftir stuðningi öldungardeildarþingmannsins frá Massachusetts en vitað var að kosningaapparat Clintons var í mun að Ted Kennedy væri hlutlaus og lýstu Clinton-hjónin miklum vonbrigðum með stuðning Kennedys við Obama.

Meðlimir landssamtaka kvenna (NOW) í New York brugðust sárreiðar við þessum stuðningi þingmannsins og sögðu að nú væru svik Kennedys við málefni kvenna fullkomnuð (ultimate betrayel). Í yfirlýsingu frá New York deild landssamtakanna er fullyrt að stuðningurinn sé mikið áfall fyrir konur, sérstaklega í ljósi þess, að "... konur hafa fyrirgefið honum, varið hann, stutt við hlið hans, þagað yfir þeirri staðreynd að hann studdi seint og um síðir ..." ýmsa löggjöf sem varðar sérstaklega hagsmuni kvenna. Stjórn landssamtakanna vildi ekki alveg ganga svo langt og stöllur þeirra í New York og létu hafa eftir sér að þær lofuðu stuðning Kennedys við réttindamál kvenna almennt.

Reyndar sagðist Kennedy myndu styðja hvern þann Demókrata sem stæði uppi sem sigurvegari að loknu landsþingi og lofaði bæði Clinton og Edwards, sem hann kallaði vini sína. Kennedy sló á vangaveltur um reynsluleysi Obama og hafði eftir þekkta setningu sem Bill Clinton notaði á sínum tíma: "Reiðubúinn til þess að verða forseti frá fyrsta degi". Kennedy segist hrífast af leiðtogahæfileikum og persónugerð Obama, sem hann sagði svara best kalli tímans. Hinni hefðbundnu valdablokk innan Demókrataflokksins er brugðið og ljóst að Obama sækir á Clinton frá æ fleiri vígstöðum. Ef honum tekst að sækja atkvæði í raðir Bandaríkjamanna af spönskum uppruna í Florida eru honum allir vegir færir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband