Hafa fyrirtækin efni á stórri niðursveiflu?

Ljóst má vera að síðasti ársfjórðungur nýliðins árs hefur verið fjölmörgum fjármála- og útrásarfyrirtækjum erfiður. Gríðarlegar sveiflur Exista undirstrika þetta berlega en ársuppgjör annarra hafa sýnt, eða munu sýna, svipaða niðurstöðu. Þetta eru nýjar kringumstæður fyrir hin ungu íslensku fyrirtæki, sem eiga sér svo stutta sögu á leikvelli alþjóða fjármála og fyrirtækjareksturs í stórum stíl á erlendri grund. Nú mun reyna á skynsemi þeirra fjölmörgu fjárfestinga sem fyrirtækin hafa hellt sér út í, svo og hve vel hefur tekist að byggja upp eignastöðu, eigið fjármagn og aðgang að lánsfé.

Ef vel hefur verið haldið á spöðunum er jafnvel hægt að líta á niðursveiflur fjármála- og verðbréfamarkaða sem tækifæri fyrir fjársterk og stöndug fyrirtæki. Ef fjárfestingar Exista og annarra íslenskra fyrirtækja hafa verið byggðar upp af skynsemi en ekki einungis með lánsfé gæti niðursveiflan nú orðið tímabundin og markað upphaf nýs vaxtaskeiðs. Já, og íslenskt efnahagslíf myndi síður skaðast til langframa. Eins og gefur að skilja mun einnig reyna á stjórnendur að skera í burtu velmegunarfitu sem safnast jafnan þegar vel gengur. Spurningin er hve langt upp á við niðurskurðurinn mun ná, ef hann verður þá nokkur.


mbl.is 50 milljarða hagnaður Exista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verst að allir bankarnir eru undir væntingum í afkomu.

Í exista uppgjörið vantar einnig gjaldfærslu upp á 80 milljarða ISK vegna Kaupþings og Sampo.  Ekki nema.... 

Tess (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband