1.2.2008 | 15:02
Íslenska bakkelsið slær hinu danska við
Ég sakna bolludagsins frá Íslandi. Hér í Danmörku er boðið upp á bollur af öðru og afar ómerkara tagi - enda líklega eitthvað billegri en heima. Annars þykir mér bakkelsið ekkert sérstakt hér í upprunalandi íslenska vínarbrauðsins. Bakaríin hér eru mörg hver með ágætis brauð og dönsku rúgbrauðin eru herramannsmatur, en að öðru leyti er sætabrauðið alls ekki til að hrópa húrra fyrir. Klassa fyrir neðan hið íslenska. Ekki þarf að fara lengra en til Flensburgar, eða jafnvel yfir sundið til Malmö, til þess að berja augum sætabrauð sem getur gert mann alveg vitlausan af löngun. Hef sem sagt ekki enn orðið að hemja mig í dönsku bakaríi.
Ég heyri iðulega að brauð sé dýrt heima á Fróni en hér í Danmörku er hægt að fá verksmiðjubakað brauð fyrir innan við hundrað íslenskar krónur. Hér er um afurð að ræða úr verksmiðjum sem gætu gleypt stórbakarí Samsölunnar oft og mörgum sinnum. Gæði þessa brauðs eru ekki mikil og kaupir maður slíkan brauðhleif ekki mikið oftar en einu sinni. Fæ ekki séð að slíkt væri bjóðandi heima nema e.t.v. hestamönnum fyrir gæludýrin sín. Annars kostar bakarísbrauð hér í Odense alla jafna 220 til 330 íkr. Íslenska rúgbrauðið er algerlega óþekkt fyrirbæri hér og allt eins víst að manni yrði stungið inn ef maður sæist á ferli með slíkar gersemar.
Að borða bollu eins og maður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.