Reykvíkingar frábiðja sér refskák borgarfulltrúa sinna

Þessi niðurstaða ætti svo sem ekki að koma á óvart, eins og stofnað var til meirihlutans. Að vísu logaði Framsókn í illdeilum, sem eins og menn muna Björn Ingi bar við að hefði verið raunin í Sjálfstæðisflokknum þegar hann sleit meirahlutasamstarfinu í fyrra. Ólafur F. fékk heldur kaldar kveðjur þegar hann sneri aftur til starfa og fjömargt virðist hafa verið í gangi á bak við tjöldin sem enn er ekki komið fram. Því er ekki nema von að Reykvíkingar séu fulltrúum sínum sárreiðir þessa dagana.

Ef rétt er að stofnað hafi verið til þessarar skoðanakönnunar tveimur dögum áður en Ólafur F. tók til starfa er þessi niðurstaða enn skiljanlegri. Síðan þá hefur ýmislegt komið á daginn sem fellir sakleysisgrímu fráfarandi meirihluta. Reyndar er það nú svo að vinstri menn eiga afar erfitt með að falla frá sjálfselsku sinni enda er sjálfbirgingshætti þeirra við brugðið. En borgarfulltrúar mega allir taka þessa skoðanakönnun til athugunar - Reykvíkingar hafa fengið nóg af refskák stjórnmálanna í bili.


mbl.is Fáir ánægðir með nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Innlitsknús á þig Ólafur minn. Takk fyrir heimsóknina.

Heiða Þórðar, 1.2.2008 kl. 20:19

2 Smámynd: Ólafur Als

Takk, sömuleiðis - og góða helgi.

Ólafur Als, 1.2.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband