Spyrjum að leikslokum

Vera má að svo verði raunin en ég er samt ekki viss um að á milli þeirra Obama og Clinton séu miklir kærleikar. Þau gætu að vísu horft framhjá ósætti síðustu vikna og tekið höndum saman til þess að eiga betri möguleika á móti Repúblikönum. Á fundi með fjölmiðlum í Los Angeles virtust þau alla vega vera búin að slíðra sverðin eftir átökin í kringum forvalið í S-Karolínu en faðmlögin þar sannfærðu mig samt ekki. Frú Clinton var einum of glaðbeitt eftir algerlega misheppnaða innkomu mannsins hennar í kosningabaráttuna. Það segir meira en mörg orð að virtur fjölmiðlamaður, og fyrrum ráðgjafi þessa forseta og nokkurra annarra, sagði það best fyrir Clinton hjónin að karlinn yrði sér úti um svæsna hálsbólgu.

Barack Obama var yfirvegaður í Los Angeles og tók þátt í kurteisu spjalli við Hillary Clinton um mál sem sameinaði þau og Demókrata almennt. Hann benti jafnframt á að þau væru ekki sammála um allt. Á sama tíma og Obama tók þátt í að bera klæði á vopnin hefur kona hans, Michelle, rætt mál er varða m.a. húðlit mannsins hennar. Michelle er menntuð frá Harvard og hefur til skamms tíma verið vara-forseti Chicago háskólans. Hún hefur reynt að svara "ásökunum" um að húðlitur Obama væri ekki nógu dökkur í augum þeldökkra í Bandaríkjunum. Annað hefur komið á daginn, jafnvel þó sumir þeldökkir leiðtogar hafi snemma stutt Clinton opinberlega. Michelle sagði spurninguna vera kjánalega (m.a. sett fram í New York Times) en jafnframt endurspegla þá skertu sjálfsímynd sem margir þeldökkir Bandaríkjamenn takast á við.


mbl.is Munu Clinton og Obama bjóða fram saman?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband