Rétt og ekki rétt hjá menntamálaráðherra

"Þess vegna verðum við sem fyrr að umgangast þessi völd af virðingu og með hagsmuni fólksins í borginni að leiðarljósi. Ég vil meina að rótið sem varð við síðustu stjórnarskipti í borginni sýni að fólkið vill stöðugleika og ákveðna kyrrð, enda eru verðmæti falin í stöðugleika í stjórnarfar".

Í sjálfu sér hárrétt hjá menntamálaráðherra, nema fyrir það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið aðili að því að valda stormviðri en ekki kyrrð í stjórn borgarinnar. Hér er ekki gefið í skyn að Sjálfstæðisflokkurinn beri einn ábyrgð á leiktriti síðustu dægra, allir flokkarnir í borginni hafa tekið þátt. Sakleysisgríma vinstri manna er t.d. fallinn öðru sinni þó ekki megi búast við að þeir sjái nokkuð athugavert við eigin vinnubrögð.

Það vekur alltaf jafn mikla furðu hjá mér hve vel jafnaðarmönnum tekst að telja sjálfum sér trú um eigið ágæti. Sjálfstæðismenn geta nú ekki annað gert en að hlusta á orð Katrínar og umgangast meirihlutavaldið af sérstakri varúð og virðingu og reynt að ávinna sér traust borgarbúa aftur. Langan tíma mun taka fyrir borgarbúa að jafna sig á lævísum klækjum fulltrúa sinna og skyldu fulltrúar alla flokka taka það til sín.


mbl.is Fundað í Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

baahhhh, á nú að nota smjörklípuaðferðina og reyna að kenna vinstrimönnum um klúður Sjálfstæðisflokksmanna um.  Btw Óli sástu að Sf er orðinn langstærsti flokkurinn í Rvk.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 19:50

2 identicon

einu "um" ofaukið i fyrri færzlu. kenni  vodkanu um það

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 19:51

3 Smámynd: Ólafur Als

Alls ekki - getur verið að vodkinn sé að slæva skilning þinn á skrifum mínum hér ????

Sjálfstædismenn hafa alla jafna getað séð um sín eigin klúður - munurinn er bara sá, kæri Steini, að stundum viðurkennir maður mistök sín eða sinna manna en ykkur "jafnaðarmönnum" er það bara lífsins ómögulegt. Það er nú öll smjörklípuaðferðin ... btw, nei ég sá það ekki en mér kemur ekki á óvart að mínir menn hafi tekið dyfu í borginni - að vísu enn mjög sterkir alls staðar annars staðar og með 41% á landsvísu - en skoðanakannanir eru nú ekki kosningar.

Skál ... og góða skemmtun,

Ólafur Als, 3.2.2008 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband