Var Clinton að tárast yfir ósigri á morgun?

Hillary Clinton getur ekki treyst á að íbúar í Connecticut falli fyrir tárunum hennar nú daginn fyrir forkosningar. Ef einhver heldur að um tilviljun sé að ræða öðru sinni eru hinir sömu tilbúnir til þess að trúa á jólasveininn. Kosið er í 24 ríkjum um 42% fulltrúanna í hvorum stóru flokkanna og baráttan á milli Obama og Clinton er í algleymingi. Obama hefur sótt í sig veðrið dag hvern og stendur nú jafnfætis Clinton í skoðanakönnunum, ef ekki framar.

Obama virðist flytja fjöll þessa dagana og ef hann er jafn frúnni, eða sigrar, á morgun yrði það gríðarlegt áfall fyrir Clinton. Fólk flykkist til þess að lýsa yfir stuðningi við Obama, þennan skelegga frambjóðanda Demókrata sem hefur heillað svo marga með framkomu sinni og boðskap. Um hæfileika frú Clinton efast enginn - en hún býr ekki yfir útgeislun Obama og tilfinningasemi hennar í gamla skólanum hennar, Yale, í dag er ekki styrkleikamerki.

McCain mun ekki tryggja sér tilnefningu Repúblikana á morgun en hann gæti komist svo langt fram úr Romney og Huckabee að þeir sæju sæng sína útbreidda og myndu ákveða að leggju upp laupana. McCain er og eini frambjóðandi Repúblikana sem gæti veitt annað hvort Clinton eða Obama nokkra keppni í forsetakosningum næsta haust. Á móti Clinton tel ég hann hafa nokkuð góða möguleika en á móti Obama gæti það orðið erfiðara.


mbl.is Spennandi forkosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband