Karl Rove hefur orðið ...

Fréttaskýrendur þurfa alls ekki að vera hlutlausir, ef einhver skyldi hafa fengið þá grillu í hausinn. Hve margir "fréttaskýrendur" í Silfri Egils og öðrum þáttum skyldu fylla flokk hlutlausra? Þeir eru ekki margir, þrátt fyrir að sumir reyni iðulega að koma fram, sem væru þeir óháðir stjórnmálaflokkum eða einhverju málefninu. Reyndar er eftirtektarvert að sumir fræðimenn á Íslandi eru kynntir til sögunnar til þess að gefa áhorfendum hlutlausa sýn á stöðu mála á sama tíma og sömu aðlar eru jafnvel starfandi með beinum eða óbeinum hætti fyrir stjórnmála- eða hagsmunasamtök.

Karl Rove er ekki ráðinn vegna hlutleysis síns, eins og gefur að skilja, heldur vegna þess að maðurinn er klár og hefur sýnt hæfileika í þá átt að geta lesið stöðu mála hárrétt fyrir fyrrum vinnuveitanda sinn, Bush yngri. Það ætti að vera forvitnilegt að heyra í manni, sem hefur verið svo lengi í valdamiklu baksviði stjórnmálanna. Að vísu geri ég ekki ráð fyrir öðru en að Íslendingar margir verði uppteknir af að segja frá andúð sinni á manninum og FOX sjónvarpsstöinni. Að vera upptekinn af því segir meira um þröngsýni gagnrýnenda hans en hann sjálfan.

Rove fer ekki í grafgötur með skoðanir sínar og enn síður hefur hann reynt að setja þær í búning hlutleysis. Fólk með skoðanir getur lesið í stjórnmálin af innsæi sem forvitnilegt verður að fylgjast með, jafnvel þó maður sé ósammála þeim eða fyrirlíti jafnvel skoðanir þeirra. Maðurinn hefur að mestu starfað á bak við tjöldin og hann ætti að þekkja innviði valdakerfisins í Washington betur en margur annar. Ef Rove gefur áhorfendum færi á að deila með sér sínu fræga innsæi en ekki hreinum áróðri, gæti orðið forvitnilegt að heyra hans greiningar á stöðu stjórnmála vestur í henni Ameríku.


mbl.is Fyrrum ráðgjafi Bush orðinn fréttaskýrandi hjá Fox
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband