Verðbólguskot framundan!

Alla jafna tek ég vel eftir þegar Vilhjálmur Egilsson tjáir sig um efnahagsmál og ósjaldan er ég honum sammála. Að þessu sinni er ég ekki alveg jafn viss. Alla vega er ekki óvarlegt að ætla að hin langþráða aðlögun á gengi krónunnar sé hafin, sem eins og menn geta ímyndað sér mun leiða til hækkunar á erlendum aðföngum og vörum og þar með hækkunum á verðlagi innanlands. Að auki hafa átt sér stað hækkanir á alls kyns hráefnisvörum, sbr. miklar hækkanir á áburði til landbúnaðar, sem mun koma fram í hærra verðlagi landbúnaðarafurða innan ekki langs tíma.

Aukinn orkukostnaður hefur og mun áfram valda hækkun verðlags, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim. Að þessu sögðu má ljóst vera að þrýstingur til hækkunar verðlags verður mikill á næstunni, hvað sem skynsemi kjarasamninga líður. Eitt af því fáa sem gæti slegið á verðbólguskot næsta misserið er annars vegar lækkun á fasteignamarkaði og hins vegar að ríkið lækki álögur á ýmsar neysluvörur, s.s. eldsneytisskattinn. Þegar þetta er frá og Seðlabankinn fer vonandi fljótlega að lækka stýrivexti er ekki úr vegi að spá Vilhjálms rætist. En ekki fyrr.


mbl.is Raunhæft að verðbólga náist niður segir Vilhjálmur Egilsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband