Í fríið með fulla vasa fjár ...

Gott er að aðilar hafi komið sér saman um launahækkun, sérstaklega til handa þeirra sem hafa lægstu launin. Það veit ekki á gott ef stór hluti fólks telur sig ekki fá hluta af góðæri síðustu ára sem skyldi. Hve oft hefur ekki verið rætt um nauðsyn þess að efla kjör þessa fólks? Ekki veitir heldur af, ef horft er til þess að verðlag mun væntanlega hækka nokkuð á næstunni en þar á móti kemur að er líður á árið er búist við að hagkerfið kólni og vextir taki að lækka. Alla vega hefur Seðlabanki boðað að svo megi búast við upp úr miðju þessu ári. Og svo geta menn notið þess í makindum að fá allt þetta frí og baðað sig í sólríku umhverfi hnatthlýnunar.


mbl.is Orlof lengt í 30 daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mikael Þorsteinsson

trúðu mér vextir munu ekki lækka, bensín lítrinn fer í 160 krónur í sumar, fasteignaverð mun hækka um svona 10%, launalægsta fólkið verður ennþá bláfátækt og á ekki bót fyrir boruna á sér, millitekjufólk (sem eru fátæklingar) munu rétt eiga fyrir boruna á sér en síðan ekki söguna meir, þeir ríku verða ennþá ríkari.

Þetta mun aldrei breytast, það er svona nánast til skammar í dag að geta talist vera íslendingur 

Mikael Þorsteinsson, 14.2.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband