Vandlæting frú Clinton - McCain brosir á hliðarlínunni

Samantekin viðbrögð úr Clintonherbúðunum síðustu vikur yfir framgangi Obamas bera merki örvæntingar. Að þessum myndum frá heimsókn Obama til Afríku slepptum fer frú Clinton nú mikinn yfir ásökunum Obama um að hún hafi alla tíð stutt NAFTA samninginn - sem var jú eitt baráttumál Clinton stjórnarinnar á sínum tíma. Sumir hafa bent á að vegna samningsins hafi hundruðir þúsunda starfa flust úr landi og nú vill Clinton ekki kannast við stuðninginn sem skyldi og hrakyrðir starfsaðferðir Obama.

Ljóst er að Clinton er í all svakalegri vörn þessa dagana og sá meðbyr sem Obama hefur hefur fengið hana til þess að fara djúpt ofan í vandlætingakistu sína. Hún er móðguð og sárreið, hneyksluð og vændlætingafull yfir því að Obama skuli voga sér að gagnrýna sig og henni virðist ekkert heilagt í að rakka andstæðing sinn niður. Ef frúin passar sig ekki mun hún grafa gjá á milli sín og mótframbjóðanda síns, sem hefur réttilega bent á að Clinton og félagar hafa verið ósparir á gagnrýni á sig - allt frá því að vinsældir hans fóru að aukast.

Á meðan sitja Repúblikanar á hliðarlínunni og gleðjast yfir skítkastinu í herbúðum Demókrata. Þeir eru þegar farnir að reyna fyrir sér á hvorum mótframbjóðandanum sem er; Obama er sagður óreyndur á meðan Clinton er ekki treystandi. Þessum skilaboðum geta þeir óhræddir leyft að krauma í umræðunni, allt þar til ljóst verður við hvern þeir munu kljást. McCain er þegar tekinn til við að tína fram mál sem hann er ósammála þeim báðum í og hamra á kostum sinnar eigin afstöðu. Á meðan eldkestirnir eru enn hlaðnir hjá Demókrötum eru Repúblikanar í óða önn að gera hreint í eigin ranni og búa sig undir átökin í haust.


mbl.is Mynd af Obama veldur uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn af Eyrarbakka

Í landi Frelsistyttunar er afar óheppilegt að hugsa eins og kommunisti og klæðast eins og múslimi.

Óðinn af Eyrarbakka, 26.2.2008 kl. 09:23

2 Smámynd: Ólafur Als

Eitthvað gæti nú verið til í því - en nú vill svo til að forsetar landsins hafa klæðst alls kyns búningum í heimsóknum sínum til annarra landa, þ.á.m. búningum kommúnista, múslima o.s.frv. Nú síðast var Bush yngri að skemmta sér á meðal múslima á Arabaskaganum, veifandi sverði og gangandi hönd í hönd með múslimskum vinum sínum.

Ef menn vilja gera veður úr þessu eru menn annars vegar að gera of lítið úr Bandaríkjamönnum og hins vegar að ala á fordómum. Víða erlendis, einnig á Íslandi, telja sumir að þetta sé til marks um einhver furðulegheit þar vestra enda telja þeir hinir sömu sig sjá skóginn í hvert sinn sem þeir berja augum stakt tré. Getur verið að þú, Óðinn, teljist til þess hóps?

Ólafur Als, 26.2.2008 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband