Repúblikanar vilja mun fremur mæta Clinton

Í hverri landskönnuninni á fætur annarri er staða Obama sterkari en Clintons. Eftir 11 sigra í röð eru fáir sem trúa því að Clinton geti sigrað Obama á landsþingi Demókrata í ágúst. Staða frúarinnar er að vísu all sterk í Ohio og Texas, þó svo að Obama hafi saxað á forskot hennar þar, en það mun ekki duga henni til þess að slá á gott gengi þingmannsins frá Illinois. Meira að segja Repúblikanar óska þess ekki að mæta Obama. Þeir iða í skinninu eftir að mæta fyrrum forsetafrúnni, vitandi sem er að á móti henni hafa þeir mun betri möguleika en gegn Obama.

mbl.is Obama og Clinton harðorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband