Ekki hlægilegt lengur ...

Undir öðrum kringumstæðum gæti manni eflaust fundist þessi skrípaleikur fyndinn og til marks um að fólk í útlöndum er eitthvað skrítið. En heimóttarhugsun af því tagi er engin huggun gegn þeirri undanlátssemi gagnvart gildum Islam sem nú virðist einkennandi víða í Evrópu. Hollendingar eru þekktir fyrir umburðarlyndi sitt, sem nær langt aftur í aldir, en nú hefur hin pólitíska rétthugsun tekið af sumum þeirra vitið. Vitanlega er hægt að halda því fram að hér sé ekki um að ræða alvarlega undanlátssemi en þá verða menn að spyrja sig hvar staðar verði numið. Halda menn í einfeldni sinni að afnám sparigrísa muni duga til þess að friðþægja ofstopa rétthugsunarinnar? Hve langt eiga Evrópubúar að ganga til þess að þóknast hinum nýju og framandi gildum?


mbl.is Sótt að gríslingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg snilld - maður spyr sig bara, eigum við að breyta okkar lífsháttum fyrir fáa aðila sem flytja í okkar menningu?

Verður næsta skotmark Bónus-grísinn - verða bónusfeðgar ekki að breyta honum vegna múslima hér á landi?

Þetta er orðið algjört kjaftæði - ef þetta fólk flytur í okkar menningarheim - þá á ÞAÐ að virða okkar siði og hætti EKKI ÖFUGT!

Alfreð Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 10:21

2 Smámynd: Ólafur Als

Ég get tekið undir annars harkaleg orð þín, Alfreð. Hins vegar er allt í lagi að taka tillit til annarra en það á ekki að fela í sér umbyltingu okkar siða eða að skammast sín fyrir það sem við teljum gott og gilt. Ætli við séum ekki orðin hálf smeyk við að flagga gildunum okkar, m.a. vegna þess að það frelsi sem við aðhyllumst hefur einnig á sér dökkar hliðar? Vitanlega geta menn af alls kyns ástæðum ákveðið að umbreyta starfsháttum sínum en að taka af borðinu grislinga er í besta falla hlægileg undanlátssemi - en í versta falli enn eitt dæmið um ofbeldi rétthugsunar fjölmenningarsamfélagsins.

Ólafur Als, 27.2.2008 kl. 10:37

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

sjá hér :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 27.2.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband