28.2.2008 | 19:37
Miklar sveiflur á einu ári
Síðustu 12 mánuði hefur Landsbankinn farið úr A2 upp í Aaa, niður í Aa3 og aftur í A2, hvað langtíma fjárfest-ingar varðar. Fjármálastaðan fer úr C í C- en skammtímamatið er enn Prime-1, hæsta einkunnagjöf Moody´s. Allar matseinkunnir eru flokkaðar Stable. Ein ástæða þess að Landsbankinn fékk hæstu einkunn fyrir ári síðan var að Moody´s breytti verklagsreglum hjá sér og íslensku bankarnir fengu nær sjálfkrafa sömu einkunn og ríkisstjóður. Matsfyrirtækið var harðlega gagnrýnt fyrir þetta háa mat sitt og nú er Landsbankinn í sömu stöðu og fyrir ári, með einkunnina A2.
Sömu sögu má segja um Glitni og hafa bankarnir tveir sömu einkunnir í öllum flokkum. Reyndar segir Ingvar H. Ragnarsson hjá Glitni að þetta breyti ekki miklu fyrir bankann, því fjármálaheimurinn hafi í raun meðhöndlað Glitni sem hefði hann A einkunn, en ekki Aa. Lausafjárstaða Glitnis er sterk, eins og Landsbankans, og þrátt fyrir að bankinn þurfi að greiða upp há lán á þessu ári er aðgangur góður að fé í gegnum eignir félagsins, að sögn Moody´s. Staða bankans er því ef á heildina er litið sterk.
Þrátt fyrir fremur jákvæða umsögn er enn varað við hinu íslenska módeli, sem byggir mjög á eignum í fjármála- og fjárfestingafyrirtækjum. Stærsti banki landsins, Kaupthing, hefur þessa dagana verið að breyta sínu módeli og svara gagnrýni um meintan veikleika Kaupthings og íslensku bankanna. Ljóst er að frekari þörf er á betri upplýsingagjöf, því eins og málin standa eru íslensku bankarnir all vel stæðir. Á meðan er aðgengi þeirra að alþjóðlegu lánsfé heft með ofurálagi, sem vonandi tekst að lækka innan tíðar.
Lánshæfismat bankanna lækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.