5.3.2008 | 06:38
Repúblikanar fagna þessum úrslitum leynt og ljóst
Clinton kom e.t.v. ekki á óvart í Ohio og Texas, en ljóst er að hún hefur náð að styrkja sig á síðustu metrunum og tryggt atkvæði óákveðinna. Nokkurrar óvissu gætti um boðskap Obama rétt fyrir forvalið, sem kann að hafa fært Clinton sigurinn í Texas en nokkuð ljóst var að Clinton myndi sigra í Ohio. Obama er enn í forystu og allt eins líklegt að úrslitin ráðist ekki fyrr en á flokksþinginu í águst. Repúblikanar gleðjast væntanlega yfir að slagurinn haldi áfram á milli andstæðinga sinna - en McCain hefur nú tryggt sér útnefningu síns flokks og Huckabee hefur dregið framboð sitt til baka.
Clinton hvergi af baki dottin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki verður manngæskan af þér tekin, Kristin - mamma hans McCains gæti þá grafið drenginn sinn, en hún er á lífi og firnahress kerling á tíræðisaldri, vitandi það að hann lifði af pyntingar N-Víetnama en stóðst ekki hinar frómu óskir frá Íslandi.
Ólafur Als, 5.3.2008 kl. 13:05
Kristinn, vinsamlegast slepptu svona athugasemdum hér! Finndu einhvern sem vill fá svona fíflaskap hjá sér - best væri að þú leitaðir þér hjálpar einhvers staðar.
Ólafur Als, 5.3.2008 kl. 16:39
Kristinn,
skortir eitthvað á skilninginn hjá þér? Áttarðu þig ekki á hve óskir þínar eru illa við hæfi? E.t.v. er nær lagi að ganga út frá því að þú sért illa upp alinn eða illa gefinn og þá er hægt að vorkenna þér. Er það málið?
Ólafur Als, 6.3.2008 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.