Hressingarganga vekur máls á þörfu baráttumáli

Gönguferðir af þessu tagi grunar mig að valdi ekki straumhvörfum. Reyndar nokkuð viss um að svo verði ekki. Frelsisvindar þeir sem umlykja suma hluta heimsins ná einfaldlega ekki inn til fjölmargra annarra svæða sem kennd eru við þróunarlönd eða þar sem vopnin tala sínu grimma máli. Víða fer þetta tvennt hönd í hönd. Fornir siðir og trúarbrögð eru gjarnan þess valdandi að konur mega sín lítils í umhverfi sem stjórnað er nær alfarið af körlum.

Ein sérkennileg mynd þeirrar umræðu sem hefur farið fram á vesturlöndum er hve sumir eru blindir fyrir órétti kvenna í heimi Islam. Vegna þess hve sumir innan Islam berjast hatrammlega gegn Bandaríkjunum eru fjölmargir vinstrisinnar tilbúnir til þess að bera blak af framferðinu sem fer fram víða í múslimskum löndum eða láta sem ekkert sé. Annað, sem hefur vakið forvitni mína er að sumir líta svo á að saga kirkjunnar á vesturlöndum sé svo blóði drifin að við getum ekki leyft okkur að gagnrýna hinn islamska heim.

Hvað sem segja má um vilja óvandaðra manna, hvort heldur innan kirkjunnar eða utan hennar fyrr á öldum og þau grimmdarverk sem framin voru í nafni trúarinnar, þá verður seint hægt að menga sjálfan friðar- og réttlætisboðskap kristninnar. Ekki þarf trúaðan mann til þess að átta sig á að kristnin er ráðandi í siðferðisboðskap okkar flestra og hún útilokar ekki jafnrétti kynjanna, ólíkt t.d. trúarbrögðum á borð við Islam. Frelsi manna er ekki afstætt fyrirbæri og á meðan menn eru ekki bara karlar, heldur einnig konur, er vert að berjast fyrir frelsi kvenna hvar sem þörf gerist.


mbl.is Fiðrildaganga í þágu kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband