Gengisaðlögunin heldur áfram

Löngu tímabær aðlögun gengisins hófst fyrir all nokkru og heldur nú áfram öruggum skrefum. Enginn getur í raun sagt fyrir um verðgildi íslensku krónunnar á hverjum tíma eða spáð fyrir um breytingar á henni svo vel sé. Fjármálasérfræðingar hafa til þessa ekki getað tímasett breytingar á genginu en hafa að sama skapi skreytt sig með virðulegum orðaflaum. Hvert evran, dollar og dönsk króna stefna veit svo sem enginn umfram almennt orðað tal, sbr. að íslenska krónan á örugglega eftir að falla meira áður en langt um líður.

Að þessum orðum sögðum er e.t.v. illa til fundið að spá í framhaldið, enda eru óvissuþættirnir margir. Efnahagsumrót þessa dagana virðist hafa komið aftan að mörgum og sumum er óþarflega brugðið, jafnvel svo að lagt er við hlustir um viðræður við Efnahagsbandalagið. Framundan eru verðlagshækkanir á mörgum sviðum og gengisaðlögunin mun einungis tryggja hækkandi verðlag, sérstaklega á erlendri vöru. Áður en böndum verður komið á verðbólgudrauginn er næsta víst að hann eigi einn góðan umgang inni - en er árið verður á enda er allt eins víst að ró verði komin á og drögin lögð að næstu efnahagsuppsveiflu.


mbl.is Krónan lækkar um 2,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fúllt að þurfa að vera að færa pening hérna út til dk þessa dagana. Maður fylgist með genginu hækka.

sas (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 14:41

2 Smámynd: Ólafur Als

Skil þig vel, sas. En það hefur verið ofskráð um svo langt skeið og aðlögunin hefur verið á leiðinni í svo langan tíma ...

Ólafur Als, 7.3.2008 kl. 14:44

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

1 dkr er núna 14 isl. kr!!!!!!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.3.2008 kl. 15:25

4 Smámynd: Ólafur Als

gæti mögulega náð 15 IKR áður en árið er liðið ... gæti einnig haldist í kringum fjórtán krónurnar.

Ólafur Als, 7.3.2008 kl. 15:39

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég bjó í 6 ár i DK og flutti heim 2004...hef aldrei séð þetta fyrr...var alltaf á rólinu á milli 10 og 12!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.3.2008 kl. 15:53

6 Smámynd: Ólafur Als

Einmitt, en árin 2006 og 2007 hefur hún verið á bilinu tæpar 12 og upp í ríflega 13. Nú er hún loks farin að nálgast sitt "sanna" verðmæti.

Ólafur Als, 7.3.2008 kl. 15:55

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ok...en af hverju segir þú það Ólafur? ég veit að krónan íslenska hefur alltaf verið í kringum 10 kr dsk...í 10 til 20 ár?...hvað er ´öðruvísi núna?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.3.2008 kl. 16:00

8 Smámynd: Ólafur Als

Gjaldmiðillinn okkar endurspeglar m.a. kaupgetu okkar og viðskipti við útlönd. Íslendingar eyða um efni fram og vöruviðskiptahallinn er óhagstæður um tugi og hundruðir milljarða - íslenska krónan hefur ekki virkað sem "hemill", ekki fengið að hækka til þess að mæta auknum innflutningi, m.a. vegna þenslu en einnig vegna aðgerða Seðlabankans. Aðgengi að lánsfé hefur og spilað rullu, auk breytinga á efnahag landsins, sem ekki sér enn fyrir endann á. Margt hefur orðið til hins betra en því hafa fylgt vaxtarverkir og við erum enn að læra. Skuldadagar af nokkurs konar tagi eru framundan og krónan verður um síðir að taka mið af umhverfi sínu. En grunnurinn er góður og ekki ástæða til að örvænta að mínu mati.

PS. sanna var sett í gæsalappir ...

Ólafur Als, 7.3.2008 kl. 16:15

9 Smámynd: Ólafur Als

PS. ... krónan lækkað (vísitalan hækkað) átti það nú að vera

Ólafur Als, 7.3.2008 kl. 16:27

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég skil...en hvað hefur gerst sem breytir ísl. kr úr 10 dsk.kr í 14 ?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.3.2008 kl. 16:30

11 Smámynd: Ólafur Als

+ meiri þensla hér en í Danmörku ...

Ólafur Als, 7.3.2008 kl. 16:34

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

satt, ...en hver ber ábyrgð á því?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.3.2008 kl. 16:45

13 Smámynd: Ólafur Als

Anna, ekki misskilja mig, þenslan þarf alls ekki að vera svo slæm - hún hefur m.a. leitt til meiri lífsgæða (efnahagslegra) hér en víðast annars stadar - en nú er þörf á að hægja á og leggja drög að næstu skrefum.

Ólafur Als, 7.3.2008 kl. 17:02

14 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

getur vel verið Ólafur fyrir marga, en ég hafði það mikið betra (efnahagslega) í DK...ekki spurning!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.3.2008 kl. 18:06

15 Smámynd: Ólafur Als

Svo er nú það, Anna, og ég hafði það sitthvað betra heima á Íslandi - eigum við ekki bara að skipta?

Ólafur Als, 7.3.2008 kl. 19:00

16 Smámynd: Johnny Bravo

Er það okkur að kenna að það gengur ver í efnahagsmálum dana eða?

Skil ekki hvað Anna er að fara ok er 0% atvinnuleysi þar, 35% tekjuskattur?

Johnny Bravo, 7.3.2008 kl. 20:38

17 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Jú +olafur gerum það...ég á 3 h. íbúð í Kóp og er að klára nám í Júlí. Hvar ertu í DK? Eigum við að skipta...ég er ekki að grínast ef þú átt íbúð, þótt 2 h. væri!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.3.2008 kl. 00:25

18 Smámynd: Ólafur Als

Á reyndar sjálfur íbúð í Reykjavík en eins og kemur fram á blogginu hér, er ég búsettur í Odense. En gangi þér vel við að finna tilveru þinni farveg í Danmörku - til eru verri staðir, verð ég að segja.

Ólafur Als, 8.3.2008 kl. 00:38

19 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Dejlige Danmark......væri ekki ráð að við Íslendingar flyttum til DK í 2 til 3ár á meðan þetta líður hjá?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.3.2008 kl. 00:49

20 Smámynd: Ólafur Als

Ekki líst mér nú á það, Anna. Alger óþarfi að mikla fyrir sér efnahagsvandræðin um þessar mundir, þó í gríni sé. Mundu, að Íslendingar hafa séð það svartara og munu mæta til leiks sterkari en nokkru sinni þegar þessi hrina er að baki.

Hið danska mentalitet er ekki alveg að skapi Íslendinga en það er vissulega dejligt að eiga hér íverustað um stundarsakir. Jente-lovs hugsanagangur Dana er okkur framandi, við viljum meira fútt í tilveruna. Flest okkar að telja. Auk þess fyndist mörgum skattakerfið í Danmörku vera mannskemmandi og gera að engu það annars góða kaup sem fæst í sumum starfsgreinum.

En velferðin hér hentar vel kratamennsku af því tagi sem ekki hefur enn prófað á eigin skinni hinn sósíaldemókratíska velferðardraum og pólitíska rétthugsun í vel flestum málum. Ef þú tilheyrir þeim flokki manna er ekki nema sjálfsagt að reyna fyrir sér hér - eitthvað fyrir alla, ekki satt?

Ólafur Als, 8.3.2008 kl. 09:18

21 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já Ólafur "du skal ikke tro at du er noget"...er Jente...Það hentar okkur ekki

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.3.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband