Kvenskörungar í Líberíu setja mark sitt á umræðuna

Stríð nær alla jafna ekki lengra inn á borð Ísledinga en í formi dagblaðs. Við ræðum stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs og stríðsreksturinn í Írak og Afganistan og stundum hitnar okkur í hamsi af þeirri umræðu. Að ræða um þessi stríð hentan mörgum, m.a. vegna þátttöku Bandaríkjamanna í þeim og stundum er það hið besta mál. Hins vegar eiga blöðug átök sér stað mun víðar, þar sem blóðið rennur í stríðum straumum, mannvonskan ræður ríkjum og angist fólks þagnar í áhugaleysi umheimsins.

Auk hinna föllnu fórnarlamba sjálfra stríðsátakanna, verða konur oftar en ekki fyrir barðinu á villimannskenndu atferli stríðandi aðila, með kerfisbundnum nauðgunum og öðru ofbeldi. Við Evrópubúar minnumst stríðsins á Balkanskaga þegar viðlíka lýsingar berast okkur. Hið góða framtak kvennanna í Líberíu er ekki einungis áminning til kvenna, heldur allra manna víða um heim. Ákall kvennanna kann að hafa sérstaka merkingu fyrir konur í sumum samfélögum Afríku og víðar en vel meinandi menn um allan heim, karlar og konur, mættu læra af þessu góða framtaki.


mbl.is Áhrif stríðs á konur í Líberíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband