Náttúran talar sínu grimma máli

Náttúran er óvægin og hlífir engum í síbreytilegu ástandi sínu. Fagureygðir kópar eru þar engin undantekning. Að vísu gæti maður ætlað að hvítabirnir myndu tímabundið hafa hag af, enda eru kópar og mæður þeirra uppáhaldsfæða hvítabjarna. Þeir vita ekkert betra en að éta selinn Snorra. Í spádómum um ísleysi heimskautasvæðisins er gert ráð fyrir að hvítabjörnum muni fækka, e.t.v verulega en ekki að þeir hverfi af yfirborði jarðar.

Nú, þegar hvalir eru hægt en örugglega að fylla úthöfin, mun áhersla ýmissa verndarsamtaka beinast annað. Um leið og maður tekur hattinn sinn ofan fyrir mörgum baráttumálum dýraverndarsamtaka er að sama skapi ekki ástæða til að falla í stafi yfir tilfinningatrega þjóðverja í þessum efnum. Mér kæmi ekki á óvart að þessi samtök þeirra vilji banna fiskveiðar, eins og umræðan er hjá þeim sem vilja ganga lengst í þessum efnum.


mbl.is Kópar í hættu vegna hlýnunar jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt hvað dýrum er ætluð nákvæmlega engin aðlögunarhæfni. Selir hafast við víða annars staðar en á ísnum á Norðurpólnum - þeir eru ekkert að fara að hverfa í unnvörpum þó hitni á jörðinni um jafnvel 2-3 gráður. Þeir hafa séð þetta allt áður.

Gulli (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband