Örvænting í herbúðum Clintons

Obama mun sigra í Mississippi á morgun og styrkja sig í forystu um útnefningu Demókrata. Ég hef margoft haldið því fram hér að Obama hugnist ekki að fara í sameiginlegt framboð með Clinton, ekki einu sinni með hana sem varaforsetaefni sitt, hvað sem síðar mun koma í ljós. Clinton beitir nú öllum ráðum til þess að vinna fylgi en þetta síðasta útspil hennar, ásamt með ásökunum um að fjölmiðlar séu henni andstæðir, er ekki trúverðugt. Reyndar hefur verið gert stólpagrín að frúnni fyrir vikið og innslag um "samsæri" fjölmiðlanna hjá John Stewart í The Daily Show var drepfyndið.

Það er allt að því aumkunarvert að horfa upp á Clinton bjóða manninum í forystu að taka annað sætið. Í raun áttar maður sig ekki hvað liggur að baki hjá henni. Áttar hún sig ekki á að Obama hefur alla vega 115 fleiri fulltrúa en hún sjálf og bilið mun einungis aukast á morgun? Eins og gefur að skilja getur Obama veifað svona löguðu frá sér af virðuleika og styrkt um leið ímynd sína, á meðan Clinton endurspeglar örvæntingu.

Nýjasta nýtt er svo að nú stendur jafnvel til að breyta leikreglunum í tveimur ríkjum. Miðstjórn flokksins ákvað á sínum tíma að fulltrúar ríkjanna í Flórida og Michigan teldu ekki, vegna þess að flokksdeildir ríkjanna fylgdu ekki fyrirmælum, sem varð m.a. til þess að Obama og Edwards beittu sér ekki í forvali þeirra ríkja. Clinton stóð sig vel í þessum fulltrúamörgu ríkjum og nú vilja stuðningsmenn hennar gera eitthvað í málinu.

Demókrötum er og nokkur vandi á höndum því þeir geta ekki sigrað í forsetakosningunum í haust án þessara ríkja. Ríkiststjórinn og Repúblikaninn, Crist, hefur fyrir sitt leyti sagt að Demókratar geti haldið forval að nýju í Flórida en þá verði Demókratar sjálfir að borgar brúsann, um og yfir 20 milljónr dala. Miðstjórnin virðist ekki reiðubúin að borga þann brosa, enn sem komið er, segist þurfa á aurunum að halda í aðdraganda forsetakosninganna.


mbl.is Útilokar framboð með Clinton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Það lítur því út fyrir að Framsóknarmaðurinn hafi þetta!

Barack Obama er gegnheill Framsóknarmaður!

Hallur Magnússon, 10.3.2008 kl. 21:37

2 Smámynd: Ólafur Als

Ætli hann viti af þessum heiðri, sjálfur?

Ólafur Als, 10.3.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband