Munu 3 ensk lið fylgja Börsungum í undanúrslitin?

Sterk staða enskra liða í Meistaradeildinni virðist ekki teygja sig niður á við. Öll ensku liðin eru dottin út úr EUFA keppninni. Í mínum huga eru sterkar líkur á að 3 ensk lið leiki til undanúrslita. Hvað viðureign Arsenal og Liverpool varðar er erfitt að spá um úrslit. Arsenal eru með leiknari leikmenn og léttspilandi en Liverpool - á meðan Liverpool hefur gengið vel í Meistaradeildinni undanfarin ár og reynslan gæti reynst þeim notadrjúg.

Chelsea ætti að hafa það á móti Schalke en meiri óvissa ríkir um úrslit viðureignar Roma og Manchester United. Ef til vill er Manchester Utd. sigurstranglegra liðið, þeir hafa að því er virðist fleiri heimsklassa leikmenn í sínum röðum en Roma. Síðasta viðureignin er á milli Barcelona og Fenerbache og kæmi manni á óvart ef Börsungar kæmust ekki áfram úr þeim slag. Liðin í undanúrslitum gætu þá orðið þessi:

Arsenal
Barcelona
Chelsea
Man Utd.


mbl.is Arsenal dróst gegn Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo virðist sem þú og Yngvi Páll hafi verið viðstaddir "rangan drátt" og haft gaman af........

Chelsea dróst á móti Fenerbache en ekki Schalke................................

Þráinn (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 14:11

2 Smámynd: Ólafur Als

Nú jæja, breytir varla spádómnum ...

Ólafur Als, 14.3.2008 kl. 18:36

3 Smámynd: Ólafur Als

Sem ég segi, þetta er einungis spádómur ... við sjáum til, Ragnar, hvor okkar kemst nær réttum úrslitum.

Ólafur Als, 15.3.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband