Arsenal vinnur ekki titla á jafnteflum einum

Nú þéttist á toppnum, samhliða því að staða Manchester Utd styrkist nokkuð. Chelsea, sem hefur verið nokkuð á eftir Arsenal nær allt tímabilið á einn leik inni á Skytturnar og geta náð þeim að stigum. Að sama skapi gæti Man Utd komist þremur stigum framúr báðum hinum liðunum. Ljóst er að stefnir í æsispennandi lokaumferðir þar sem efstu liðin eiga eftir að mæta hvert öðru. Önnur lið eiga ekki möguleika. Sem stendur er staða Rauðu djöflanna sterkust en maður skyldi ekki afskrifa Arsenal eða Chelsea. Þessi lið heyja einnig harða baráttu í Meistaradeildinni, þar sem þau eru öll komin í fjórðungsúrslit.


mbl.is Fjórða jafntefli Arsenal í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband