Stórmerkt álitamál

Fyrir þá sem fylgjast með bandarískum stjórnmálum er hér um forvitnilegt mál að ræða. Stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um rétt til vopnaeignar, en um túlkun og umfang hefur lengi verið deilt. Hæstiréttur mun að þessu sinni reyna að túlka hug höfunda stjórnarskrárinnar (founding fathers) í ljósi löggjafar sem yfirvöld í höfuðborginni Washington D.C. hafa sett, sem bannar eign skotvopna (handguns). Rök borgaryfirvalda eru m.a. þau að aukinn fjöldi skotvopna hefur í för með sér aukinn fjölda glæpa. Á móti stendur einörð túlkun á stjórnarskránni, sem leyfir öllum borgurum að bera vopn til þess að geta varið sig og heimili sín.

Umræða af þessu tagi er okkur Íslendingum framandi. Byssueign er að ég held ekki svo útbreidd og handskotvopn eru ekki algeng á íslenskum heimilum. Tilgangurinn með eign þeirra er alla vega ekki að verja líf og limi fjölskyldunnar fyrir glæpum. Sums staðar í stórborgum Bandaríkjanna horfir málið öðruvísi við. Fjöldi fólks, karlar og konur, verða sér úti um handskotvopn sér til varnar og fjölskyldum sínum. Þau virðast veita mörgum öryggistilfinningu og fjöldi dæma eru um að skotvopn hafi bjargað fólki. Að sama skapi eru dæmi um að vopn hafi komist í hendur á börnum og sjúku fólki og hræðileg slys fylgt í kjölfarið.

Hvað sem sérhverju okkar kann að finnast um hina almennu vopnaeign Bandaríkjamanna, er umræðan forvitnileg en hún varðar m.a. grunnrétt einstaklingsins andspænis almannavaldinu. Ljóst er að höfundar stjórnarskrárinnar sáu ekki fyrir sér þróun bandarísks samfélags næstu aldirnar eða hve mikið vald myndi safnast fyrir hjá alríkinu, en þeir færðu mikið vald í hendur hæstarétti til þess m.a. að taka á álitamálum sem þessum. Þeim var umhugað að vernda rétt einstaklingsins gegn sérhverri tilraun almannavaldsins til kúgunar. Ein leið var m.a. að leyfa vopnaeign í sjálfri stjórnarskránni. Hvernig nútíminn túlkar þessi viðhorf og hvað hæstiréttur segir við umræddri löggjöf fáum við að sjá innan tíðar.


mbl.is Byssulöggjöf fyrir hæstarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlítur þó að skjóta skökku við að þú þarft að vera 21 í þessu landi til að meiga kaupa áfengi enn aðeins 18 ára til að kaupa skammbyssu og sumstaðar bara 15 ára!! Enn veiðivopn einsog hagglabyssur og handvirkir riflar eru þó yfirleit undanþeignir þessum lögum!

óli (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 12:06

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Alls staðar þar sem fólki hefur verið bannað að eiga skotvopn hefur orðið vesen í kjölfarið: Kambódía, 1945-55, það endaði með því að Rauðu Khmerarnir gáðtu bara rekið alla út í sveit; Í Darfur var einum hóp bannað að eiga vopn, og senast þegar ég heyrði af því svæði var allt í volli þar.  Nazistarnir voru fyrstir í Evrópu til að skrá öll skotvopn.  Það kom sér vel þegar þeir fóru að taka þau af gyðingunum.

En lítum aðeins nær okkur: í Englandi var fyrst bannað að eiga máttlausustu vopn.  Þá jókst tíðni ofbeldisgæpa.  Svo voru rifflar bannaðir, með nokkurnvegin sömu afleiðingum.  Svo bönnuðu þeir hnífaburð.  Það tók ekki mánuð fyrir glæpamenn að taka við sér eftir það.  Og fer versnandi.

Það lætur heldur enginn lífið *vegna* skotvopna.  Hefur fólk enga stjórn á sér?  Er það kenningin?

Ásgrímur Hartmannsson, 20.3.2008 kl. 00:09

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sumir partar af USA eru 3 heimurinn.  Skoðaðu bara Detroit.  Eða bæina þar fyrir norðan.  (Eða hvaða svertingjahverfi sem er.)  Iðnaðurinn hefur verið að flýja þaðan.  Suðurríkin eru líka ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Þegar heimurinn er tekinn sem heild, þá er nákvæmlega engin fylgni milli fjölda skotvopna og morða.  Innan USA, seinast þegar var tékkað, var öfug fylgni milli morða og fjölda skotvopna.  Sem er aðeins marktækara en global samanburður því fyki USA eru innbyrðis líkari en einhver lönd.

*Ég skil ekki alveg með Kambódíu. Rauðu khmerarnir voru stofnaðir árið 1960.*  Það er eftir 1955, er það ekki?

*Allir sem berjast þar eiga vopn, þannig að ég skil ekki pointið hjá þér með Darfur.* En bara þeir sem berjast.  En þeir sem berjast eru ekki vandinn, heldur þeir sem geta ekki barist, og af þeim var búið til nóg. 

*Gyðingar voru sviptir öllum borgaralegum réttindum í Þýskalandi nasismans.*

Meðal annars voru vopnin tekin af þeim, svo auðveldara væri að fjarlægja þá.  Þjóðarmorð eru alltaf undirbúin fyrst með því að taka vopnin af fólki.  Því það er auðveldara að traðka á óvopnuðu fólki.  Hvers vegna heldur þú að það séu svo fá skotvopn í umferð í gömlu kommúnistaríkjunum?  Því fólkið þar var svo friðsælt?

*Við erum ekki að tala um stríð eða þjóðarmorð hérna, við erum að tala um venjulegt ástand.*

Allt í lagi, tölum þá um USA: í USA er allt vaðandi í glæpamönnum.  Þeir koma frá hinum fjölmörgu fátækrahverfum þar, sem eru allt öðruvísi en nokkuð sem þú sérð í evrópu, þar sem fólk á greiðari aðgang að ölmusu, og nennir því minna að fara út og ræna einhvern.

Þar sem vopnalöggjöfin er frjálslynd, þar halda þeir sig inni í hverfunum sínum og herja á hvorn annan.  Hér þarf að athuga að frjálslynd löggjöf fylgir ákveðnum hugsunarhætti - þeim hugsunarhætti að maður beri ábyrgð á sjálfum sér, og eigi að bjarga sjálfum sér, sem þýðir líka yfirleitt að það er meira litið niður á letingja sem ekki nenna að vinna, svo þeir eru þá færri á móti, og minni hætta stafar af fátækar stöðum til að byrja með.

Við hliðina er svo kannski fylki með strangri löggjöf.  Ströng löggjöf fylgir þeim hugsunarhætti að Ríkið beri ábyrgð á manni, ekki maður sjálfur.  Í slíkum ríkjum eru þá aðeins stærri fátækrahverfi, með aðgang að fullt af vopnlausu fólki sem hægt er að herja á.  Það getur tekið allt að korteri fyrir lögguna að mæta eftir að hringt er í 911, svo bófar geta vel ruðst inn á fólk og stolið af því sjónvarpinu á meðan það er enn heima.

Það er yfir það heila pínulítið annar kúltúr í USA.  Þeir hafa bara gott af auknum vopnaburði.

Aftur að Bretunum:

http://www.crimereduction.homeoffice.gov.uk/knifeamnesty.htm

og nokkru seinna: 

http://www.timesonline.co.uk/tol/news/uk/crime/article603869.ece

Þeir hefðu bara líka gott af smá vopnaburði.  Árið 1900 voru allirmeð byssu.  Árið 1950 var sennilega enn allt fullt af vopnum síðan úr WW2 (væri hissa á öðru).  Svo fer þeim fækkandi.  Örar nú upp á síðkastið.

*

Ég myndi ekki hafa neinar áhyggjur af glæpum á Íslandi.  Við þekkjum hvort annað of persónulega, og árásir og almennt vesen hefur verið að þróast úr kúltúrnum með aukinni frjálshyggju.  Það er til dæmis farið að komast í fréttirnar ef einhver fær glóðarauga á balli.  Það var bara normalt fyrir 20 árum. 

Ásgrímur Hartmannsson, 20.3.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband