20.3.2008 | 08:28
Utanríkisráðuneytið flutt til Brussel
Erum við ekki eilítið að fela okkur undir pilsfaldi Evrópusambandsins með þessu? Halda menn e.t.v. að meiri vigt felist í mótmælunum ef mörg ríki sameinast um eina yfirlýsingu? Maður hefði haldið að mótmæli frá Íslandi heyrðust betur ef þau bærust frá Íslendingum einum og sér. Yfirlýsingin er varlega orðuð og greinilegt að Evrópusambandinu er í mun að styggja ekki risann í austri. Utanríkisráðuneytið virðist sammála þeirri afstöðu en hefur auk þess gefið frá sér að hafa sjálfstæða rödd hvað varðar málefni tíbetsku þjóðarinnar. Ég er ekki viss um að Íslendingar séu sáttir við svona tón frá forystumönnum þjóðarinnar, hvað þá að gefa frá sér að hafa sjálfstæða aðkomu að málinu. Til þess að rödd okkar eigi ekki að drukkna í pragmatisma og alþjóðlegri hefðarmennsku er okkur að lágmarki nauðsyn að segja álit okkar án þess að styðjast við hækjur annarra - ellegar þegja.
Ísland lýsir áhyggjum af ástandinu í Tíbet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.