20.3.2008 | 18:16
Stefán gerir það gott í Danmörku
Það tók Stefán nokkurn tíma að festa sig í sessi hjá Brøndby, alls kyns vandamál einkenndi stjórn og eignarhald félagsins og slakur árangur hafði vond áhrif á liðsandann. Inn í þessa hryggðarmynd kom Stefán frá Noregi og það hefur tekið hann tíma að aðlagast. Nú virðist sem lukkan hafi snúist í lið með Brøndby og Stefán hefur haft sín áhrif í þá veru. Liðið spilar betur, andinn er góður og áhangendur jákvæðir. Stefán hefur að auki tekið upp á því að skora örfá mörk og markið sem hann skoraði í dag var sérlega glæsilegt. Eftir þríhyrningaspil stakk hann sér framhjá tveimur varnarmönnum og renndi boltanum framhjá markverði andstæðinganna. Hver veit nema landsliðið muni njóta þess öryggis sem einkennir leik Stefáns þessa dagana, en mér hefur þótt hann eiga helling inni á þeim vettvangi.
Stefán skoraði en fór meiddur af velli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.