Skilaboðin eru skýr: Enginn friður!

Tilvísanir bin Ladens í myndirnar af Múhameð og að Evrópa skuli vara sig benda sumir sérfræðingar á að sé gert til tess að ná til breiðs hóps muslima. Bin Laden er sem sagt að slá um sig. Að öðru leyti hefur Vatikanið afneitað fullyrðingum um að Páfi standi fyrir krossferð gegn ríkjum Islam auk þess að lýsa vanþóknun sinni á sérhverri tilraun til þess að niðurlægja trúarbrögð líkt og í formi Múhameðsmyndanna. Hér í Danmörku taka menn svona hótunum nokkuð alvarlega, sérstaklega þegar leiðtogi Al Qaida á í hlut, enda stendur málið þeim nærri. Tekið skal fram að staðfesting hefur fengist á að hér sé um rödd Osama bin Ladens.

Hvatning bin Ladins um að leysa ágreiningsmál Palestínumanna og Ísraela með eldi og járni kemur ekki á óvart. Bent hefur verið á það að Kóraninn kenni að aldrei skuli saminn friður við andstæðingana, einungis tímabundið vopnahlé, þjóni það nokkru hlutverki. Andstæðingurinnn í þessu tilfelli eru Gyðingar og ríki þeirra en getur allt eins átt við alla aðra en muslima. Þessa dagana eru Palestínumenn móttækilegri fyrir ákalli af þessu tagi en oft áður í ljósi blóðugra átaka á Gaza fyrir skömmu. Þrátt fyrir einarðan vilja sumra, er ljóst að Ísraelsríki verður ekki tortímt. Ef viljinn er lítill sem enginn til að nálgast frið er augljóst að blóðug átök fyrir botni Miðjarðarhafs munu halda áfram um langan aldur.


mbl.is Ný upptaka með bin Laden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eðlilegt að fólk taki þessar hótanir Osama bin Laden alvarlega.  Þú átt að flytja aftur til Íslands. Það ætti alla vega að vera friðsælla hér. En samt er ´forsvarsmaður Múslima á Íslandi að vandræðast með myndbirtingarnar af Múhammeð spámanni.  Mér var misboðið þegar bandarískur sjónvarpsmaður sem er með einn ómerkilegasta sjónvarpsþátt sem framleiddur er bjó til rokkóperu þar sem hann lét Jesú vera með bleiu og samkynhneigðan. En það datt engum kristnum manni í hug að dæma þennan mann til dauða fyrir að hafa vegið að trúarskoðunum okkar.  Í frjálslyndu samfélagi verðum við að láta okkur lynda að það hafi ekki allir sömu skoðanirnar.  Ég hélt að þeir Múslimar sem hafa verið hér lengi hefðu tileinkað sér þennan grunnþátt vestræns hugsunarháttar um tjáningarfrelsi. En svo er því miður ekki.

Jón Magnússon (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Ólafur Als

Takk fyrir tilmælin, Jón Magnússon. Forsenda þess frjálslyndis sem kenna má við Vesturlönd er aðskilnaður hins veraldlega og geistlega valds. Sú þróun er víða skammt á veg komin í heimi Islam. Sú gjá sem skilur að hugmyndaheim vesturlandabúa og margra muslima er sorglegt fyrirbæri, sem aftrar farsælum samskiptum á milli ólíkra heima. Menningarheimur Arabalanda, svo dæmi sé tekið, er um margt heillandi og gestrisni fólks sem byggir þennan heimshluta er við brugðið. Við gætum margt af þeim lært og sömuleiðis þau af okkur.

Ólafur Als, 21.3.2008 kl. 01:14

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Ólafur, ég hef lengi verið nokkuð viss um að þetta sé allt eitt sjónarspil sem þeir kumpánar Bin Laden og Bush hafa kokkað upp. Nú nýlega fékk ég einmitt sannanir fyrir því

Sigurður Þórðarson, 21.3.2008 kl. 03:32

4 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Siggi, ég held að gjáin sé raunveruleg, kúgun kvenna í heimi Islam er vissulega raunveruleg og blóðbaðið fyrir botni Miðjarðarhafs er vissulega raunverulegt. Sharia löggjöfin er raunveruleg sums staðar. Er tilvist bin Ladens raunveruleg? Kannski er Bush þessi strengjabrúða, eins og sumir vilja halda fram? Ég nenni alla jafna ekki að taka þátt í galdraveiðum fólks á borð við Moore, sem í baráttu sinni fyrir oft á tíðum góðum málefnum eru reiðubúnir til þess að láta lygina verða sitt helsta vopn. En sannanir, Siggi? Maður er alltaf reiðubúinn til þess að skoða forvitnilega samsæriskenningu ...

Ólafur Als, 21.3.2008 kl. 10:07

5 Smámynd: Ólafur Als

Hér er teiknud heldur einföld mynd af trúarbrögðum, sérstaklega kristni. Sem sagnfræðingi ættirðu að þekkja á hvern hátt kristnin bætti stöðu kvenna í hinu rómverska ríki, á hvaða hátt hún færði vott af mannúð og náungakærleika inn í löggjöf Vesturlanda. Hér er nokkuð um vert að menn geti horft til beggja átta og ekki einungis einblínt á eina hlið.

Ólafur Als, 21.3.2008 kl. 22:06

6 Smámynd: Ólafur Als

Eins og fyrri daginn virðist umræðan fara í þrætufarveg, en ekki umræðu. Eitt er við þig sagt og þú neitar. Með svona hætti er ekki hægt að stunda samræður.

Ólafur Als, 22.3.2008 kl. 01:23

7 Smámynd: Ólafur Als

Já, Kristinn, á meðan ég held einu fram og þú því andstæða, sbr. hvernig konum reið af í rómarríki fyrir og eftir kristni. Ég hef lent í svipuðu við þig áður og sé ekki hvaða tilgangi það þjónar að þræta um slíkt.

Ólafur Als, 22.3.2008 kl. 02:30

8 Smámynd: Ólafur Als

Vitanlega hefur flest fólk lent í því að annað hvort draga í land eða í einstaka tilfellum skipta um skoðun. En stundum skiptir máli hvernig maður setur fram sitt mál. En nú er þessu einfaldlega lokið í bili.

Ólafur Als, 22.3.2008 kl. 03:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband